Kladdkaka er sænsk að uppruna og nýtur mikilla vinsælda, það má líkja henni við franska súkkulaðiköku. Stökk að utan en mjúk að innan. Í gærkvöldi sofnaði ég út frá hugsunum um girnilegar súkkulaðikökur og þegar ég vaknaði í morgun klukkan sex með dóttur minni þá var það mitt fyrsta verk…
Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því…
Súkkulaðibotnar 3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk kakó 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar…
Þetta er litli gríslingurinn minn á öskudaginn, hún Ingibjörg Rósa var svo dásamleg í þessum kjól með þessi krúttlegu eyru að mamman átti ekki orð. Þessa dagana eru grísir í miklu uppáhaldi og búningurinn vakti mikla lukku hjá dömunni minni. Hún er orðin eins og hálfs árs og gleður alla…
Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var…
Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma…
Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður…