Í síðasta þætti lagði ég sérstaka áherslu á sjávarfang og eldaði meðal annars þessa ljúffengu humarsúpu sem er mjög vinsæl í minni fjölskyldu. Ef það er ferming, skírn eða önnur stór veisla í fjölskyldunni er þessi súpa undantekningarlaust á boðstólnum, og alltaf er hún jafn vinsæl. Uppskriftin kemur frá mömmu…
Fagurbleikur og bragðgóður boozt er fullkomin byrjun í góðu brönsboði. Á tyllidögum má svo fara alla leið og fylla drykkinn upp með kampavíni. Virkilega frískandi og góður drykkur sem tekur enga stund að búa til og allir elska. Bleika dásemdin 1 bolli frosin jarðarber 1 bolli frosin hindber 1 bolli…
Í þætti kvöldsins lagði ég sérstaka áherslu á brönsrétti og bakaði meðal annars þessar súper einföldu og bragðgóðu bláberjabollakökur. Það tekur enga stund að skella í þessar og þær eru algjört æði með morgunkaffinu. Þið getið bæði notað fersk eða frosin ber, það skiptir ekki öllu máli. Bláberjabollakökur af einföldustu…
Þáttur kvöldsins var tileinkaður djúsí brönsréttur og ég varð auðvitað að gera einn af vinsælustu brönsréttum í heimi, egg Benedict. Fyrir mér er hann algjörlega fullkominn, sameinar allt sem mér þykir gott. Brauð, góð skinka, egg og ljúffeng sósa. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan rétt um…
Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og…
Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það…
Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það…
Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina…
Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum…
Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt…