Archives for Matarást

24.10.11

Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það.  Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir…

Byggsalatið mitt fékk upplyftingu í kvöld, afþví í dag er föstudagur og á föstudögum þá á maður skilið smá gotterí. Þannig ég lagaði týpískt salat með bygginu, smellti nokkrum nachos flögum smá ost og inn í ofn í fimm mín. Smá salsa-sósa og fetaostur. Ansi ljúffengt! Þannig er mál með…

..Allir í fjölskyldu minni eiga það sameiginlegt að elska mat. Matmálstíminn er nauðsynleg stund fyrir alla á heimilinu. þá setjast allir niður, eitt er víst að það er alltaf gott í matinn hjá henni mömmu. Og það er alltaf líf og fjör við matarborðið! Enda er fjölskyldan stór. Ég kann…

Ég, mamma, Maren og amma fórum til Reykjavíkur og áttum ansi notalegan dag saman. Snæddum dýrindis máltíð á jómfrúnni og kíktum í nokkrar búðir. Drukkum gott kaffi og nutum þess að rölta um í góða veðrinu. Svona á þetta að vera. :o) Smörre-brauð á jómfrúnni. Dejligt!

Þá er ég komin heim úr dásamlegum bústað með vinkonum mínum. Þessi ferð fær tvær færslur hér á blogginu. Ein færslan er ferðin í nokkrum skemmtilegum myndum og þessi verður tileinkuð matnum sem við borðuðum – við vinkonurnar höfum ansi gaman af góðum mat og getum talað endalaust um mat….

1 2 3