Ofnbökuð ýsa í pestósósu. 700 g ýsa 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með) 2 dl svartar ólífur 10 kirsuberjatómatar Salt og pipar Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið…
Laxasalatið sem ég elska er frábær byrjun á vikunni. Allt sem mér þykir gott í einu salati, hollt og fáránlega ljúffengt. Á þriðjudaginn ætla ég að elda vængi og fá fólk til mín í mat, að sjálfsögðu ætlum við að horfa á leikinn á meðan. Klístraðir vængir og góður félagsskapur,…
Í síðustu viku átti ein af mínum bestu vinkonum afmæli og það vildi einnig þannig til að sama dag var fyrsti þátturinn af nýju matreiðsluþáttunum mínum að byrja, það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að bjóða heim í pizzapartí og smá freyðvínsdrykkju. Þegar ég fæ fólk heim…
Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og…
Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál 🙂 Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi…
Nú er sumarið gengið í garð og með hækkandi sól skiptum við út þungum vetrarmat yfir í léttari og sumarlegri rétti. Kjúklingasalöt flokkast að mínu mati undir sumarlega rétti en þau eru bæði svakalega góð og einföld, auðvelt að blanda góðum hráefnum saman á örfáum mínútum. Ég elska þetta einfalda…
Pulled Pork í bbq sósu 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk bezt á allt krydd Salt og pipar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía Aðferð: Kryddið kjötið með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Brúnið kjötið á…
Pönnupizza með jalepeno osti og sveppum Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina…
Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega? Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga…
Kjúklinganúðlur með wasabi sósu 800 g kjúklingakjöt (ég notað úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar vorlaukur kóríander límóna salt og pipar Wasabi hnetur Aðferð: Blandið sojasósu og sweet chili sósunni saman. Leggið kjúklingakjötið…