Súkkulaðipæ með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi

Ljósmynd: Karl Petersson

 

Súkkulaðipæ með saltaðri karamellu og súkkulaðikremi

Þetta pæ er fullkomið að mínu mati – það sameinar það sem flestum þykir best Oreo, karamellusósu og súkkulaðikrem með sjávarsalti…. er hægt að biðja um meira? 

Botn:

  • 300 g Oreo kexkökur
  • 100 g smjör, brætt

Aðferð:

Setjið Oreo kökurnar í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjörið og hellið saman við kexið. Hellið kexblöndunni í pæ form og þrýstið kexblöndunni á botninn á forminu og upp með börmunum. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

Heit karamellusósa:

  • 120 g smjör
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 120 g púðursykur
  • sjávarsalt

Aðferð:

Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til karamellan hefur náð ágætri þykkt. Setjið örlítið af sjávarsalti út í karamelluna rétt í lokin. Hellið karamellunni ofan á kexbotninn og setjið beint inn í kæli í 20 – 30 mínútur.

Súkkulaði ganache

  • 250 suðusúkkulaði
  • 1,5 dl rjómi

Aðferð:

Hitið rjóma að suðu, saxið niður súkkulaði og setjið í skál. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og leyfið því að standa óhreyfðu í 5 mínútur. Eftir þann tíma megið þið hræra upp í súkkulaðinu og blanda því vel saman. Súkkulaðikremið ætti að vera silkimjúkt!

Hellið súkkulaðikreminu yfir karamellufyllinguna og sáldrið smávegis af sjávarsalti yfir kökuna í lokin. Kælið kökuna áður en þið berið hana fram.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *