Súkkulaðibitakökur

Hráefnin:

  • 140 g púðursykur
  • 200 g sykur
  • 200 g smjör, við stofuhita
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar eða sykur
  • 375 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • salt á hnífsoddi
  • 150 g rjómasúkkulaðidropar
  • 150 g suðusúkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér.
  2. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
  3. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni.
  4. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við.
  5. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna)
  6. Forhitið ofninn í 180°C.
  7. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu.
  8. Bakið við 180°C í 12 mínútur.
  9. Kökurnar eru fremur mjúkar eftir þann tíma og því gott að leyfa þeim að kólna á plötunni í rólegheitum.
  10. Berið strax fram og njótið!

P.s. það er frábært að skipta deiginu í helminga, baka helminginn og frysta hinn! Kökulöngunin getur komið upp hvenær sem er og því gott að eiga kökudeig í frystinum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *