Smábitakökur í hollari kantinum. Ég er ótrúlega hrifin af þessum elskum, þær eru einfaldar og fljótlegar.
Bestar nýbakaðar með ískaldri mjólk.
Uppskriftin kemur hér
-
2 Vel þroskaðir bananar
-
1 Bolli af döðlum. (Gott að bleyta þær í smá stund í heitu vatni rétt áður svo þær verði mjúkar)
-
1 Tsk. Vanilludropar
-
2 Msk. Kókosolía
-
2 Bollar haframjöl
-
1/2 Bolli Gróft kókosmjöl
-
1 Msk. Hörfræ
-
Dass af kanil – smekksatriði.
Þessu er blandað vel saman og látið standa í um tíu mínútur áður en við búum til litlar kúlur, setjum á bökunarpappír og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur.
Njótið vel.
xxx
Eva