.. Lúxusvarningur.
Ég reyni að vera sparsöm, eða þið vitið. Ég kaupi mér ekki allt sem að mig langar í – en vitaskuld leyfi ég mér stundum pínu lúxus..
Það sem ég kalla lúxus er það sem ég kaupi mjög sjaldan og held mest upp á.
Góð sjampó, baðsölt, fínar handsápur, góð krem, skrúbb osfv.
Lúxus: Fara í heitt bubblubað með söltum og olíum. (Auðvitað með andlitsmaska) og sherríglas. (djók) Hljómar bara vel.
Eftir bað: Trilljón krem, góð lykt af hári og silkimjúkt eftir lúxusshampóin.
Rúsínan í pylsuendanum – fara í bestu náttfötin sín og upp í rúm, (í nýjum rúmfötum, sem hafa fengið að hanga úti og eru með svona góða hreina lykt)
Svo skemmir það ekki að hafa verið búin að kveikja upp í nokkrum vanillu kertum svo herbergið ilmi vel.
Þar hafið þið það!
Góða helgi! Ég er farin að horfa á uppáhaldið mitt, Eurovision!