Reyðarfjörður

Um helgina þá skrapp ég til Reyðarfjarðar,  það eru tæplega sex ár frá því að við fjölskyldan fluttum þaðan svo það var kominn tími til að heimsækja bæinn.
Reyðarfjörður er einn fallegasti bær á Íslandi og ég hvet ykkur til þess að heimsækja bæinn. Bærinn er svo vinalegur og fallegur.

Ég prísa mig sæla að hafa fengið að búa þar í nokkur ár. Það var ótrúlega gott að hitta  vinkonur mínar, rifja upp gamla tíma, ótrúlega skemmtilega tíma! Þó svo að margt hafi breyst á þessum árum þá fannst mér einsog ég hefði átt heima þar alla mína tíð, svo gaman var að hitta vini mína aftur.

Veðrið var stórkostlegt þessa helgina. Þegar að ég kom á föstudaginn þá var sólskin og 26°C hiti! Ég var í sérlega góðu yfirlæti hjá vinkonum mínum alla helgina, vorum í sólbaði, borðuðum góðan mat og höfðum það ótrúlega gaman. Vel lukkuð helgi!

 Ég hlakka til að fara þangað aftur sem fyrst, læt nú ekki sex ár líða aftur!

Ég og Ragna mín skáluðum fyrir góða veðrinu
Bergey mín töfraði fram þetta ljúffenga sumarsalat.

Sátum úti á palli í hitanum langt fram á kvöld og spjölluðum.

Vinkonur á Reyðarfirði. 
Virkilega góð helgi og ég heppin að eiga svona yndislega vini.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *