Síðasti skóladagurinn í dag fyrir próf. Önnin á enda, mikil ósköp sem tíminn ætlar að fljúga áfram.
Ég sé 16. des í hyllingum, mikið verður gott og gaman að komast í jólafrí. Kakó og kökur í hvert mál, huggulegheit með fjölskyldu og vinum. En þangað til verður lesið og kannski borðað nokkra kökubita með lestrinum.. Hvur veit.
Í gær kom vinahópurinn til mín í kökuklúbb, ég bauð m.a. upp á ostafylltar tartalettur.
Mmm, ég er tartalettu fíkill og með allskyns ostum eru þær dásemd. Einfalt og sérlega fljótlegt 🙂
1x Hvítlauksostur
1xPiparostur
1xCamenbert
1/2 Líter Matreiðslurjómi
Osturinn er skorinn smátt, settur í pott saman með rjómanum. Látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur, þar til osturinn er alveg bráðnaður. Gott að hræra rólega í á meðan.
1x Rauð paprika
1xGræn paprika
ca. Heil askja af sveppum
Grænmetið steikt í smá stund upp úr olíu á pönnu og síðan bætt saman við ostablönduna þegar að hún er tilbúin.
Svo er bara að fylla tartaletturnar og inn í ofn í 15. mínútur við 180°C.
Algjört lostæti með góðu sultutaui.
Eigið góða helgi kæru lesendur 🙂