*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi.
Ofnbökuð epli með stökku múslí er virkilega gómsætur morgunverður eða eftirréttur.. það er ekki oft sem morgunmatur getur vel verið góður eftirréttur en þessi uppskrift er einmitt þannig og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa, strax í dag helst!
Silkimjúk epli með kanilkeim fyllt með stökku múslí og borið fram með grísku jógúrti, hunangi og hindberjum. Einfalt og stórkostlegt!
Ofnbökuð epli með vanillu-og hunangsjógúrti
Fyrir 2
- 2 epli, það má nota hvaða tegund sem er
- 1 tsk kanill
- 1 msk smjör
- KELLOGGS múslí með ávöxtum
- 150 g grískt jógúrt
- fræin úr hálfri vanillustöng
- 1 msk hunang
- Hindber
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C
- Skerið eplin í tvennt og kjarnhreinsið, til dæmis með melónujárni en annars má bara nota teskeið.
- Setjið væna klípu af smjöri ofan á hvert epli og sáldrið kanil yfir ca. hálf teskeið yfir hvern bita
- Setjið eplin í eldfast mót og bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur.
- Þegar eplin eru bökuð í gegn setjið þá vel af múslíi yfir hvert epli og bakið áfram í um það bil fimm mínútur eða þar til múslíblandan er gullinbrún.
- Hrærið saman grísku jógúrti, einni matskeið af hunangi og fræjum úr hálfri vanillustöng.
- Berið ofnbökuðu eplin fram með vanillu-og hunangsjógúrtinu og ferskum hindberjum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir