Morgunverðarkaka með stökku múslí, æðislegri ástaraldinfyllingu og ferskum berjum.

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi. 

Morgunverðarkaka með stökku múslí, æðislegri ástaraldinfyllingu og ferskum berjum

Kaka sem má borða í morgunmat með góðri samvisku – einfaldlega ljúffengt.


Botn:

  • 1 poki KELLOGGS múslí (500g)
  • 100 g smjör, brætt
  • 10 döðlur, smátt skornar

Aðferð:

  1. Myljið múslíið mjög fínt, bræðið smjör og saxið döðlurnar afar smátt.
  2. Blandið öllu saman í skál og dreifið blöndunni í fallegt fat eða litlar skálar.
  3. Setjið blönduna/botninn í ísskáp á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling:

  • 300 g grískt jógúrt
  • 2 msk hunang
  • 3 ástaraldin
  • 1 tsk vanilla
  • Kíví
  • Jarðarber
  • Bláber

Aðferð:

  1. Skafið innan úr ástaraldinávextinum og blandið kjötinu saman við gríska jógúrtið, hunangið og vanilluna.
  2. Dreifið jógúrtblöndunni yfir múslíbotninn og skerið niður ferska ávexti sem þið raðið yfir ljúffengu jógúrtblönduna.

Berið strax fram og njótið með góðri samvisku.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *