Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.
 Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum
  • 600 g nautahakk
  • 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin
  • 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið
  • 2 dl steikt smátt skorið beikon
  • handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja)
  • 1 egg
  • brauðrasp, magn eftir smekk
  • 150 g rifinn mexíkóostur
  • salt og pipar
Tillögur að meðlæti:
  • Ostur
  • Salsa
  • Guacamole  (besta sem ég veit, stundum svindla ég og kaupi það tilbúið út í Hagkaup um helgar en þá er hægt að kaupa ljúffengt og ferskt guacamole)
  • Jalepeno
  • Kál
  • Tómatar
  • Agúrka
  • Nachos flögur
Aðferð:
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál. Brauðrasp eða hveiti bindur deigið betur saman en notið eins mikið og ykkur finnst þið þurfa. Best er að nota hendurnar til verksins!
  2. Mótið fjóra til fimm hamborgara, ég keypti mér ágæta hamborgarapressu frá Weber í Hagkaup um daginn og mér finnst hún alveg frábær. Kostar tæplega 2000 kr. Kjarakaup!
  3. Grillið hamborgarana í þrjár mínútur á lokuðu grilli, snúið þeim við og bætið osti að eigin vali ofan á og grillið áfram í 4 – 6 mínútur.
  4. Það er gott að setja hamborgarabrauðin á grillið rétt í lokin.
  5. Berið borgarann fram með góðu meðlæti, hér fyrir ofan sjáið þið nokkrar tillögur.
  6. Sætar kartöflufranskar eru ótrúlega góðar og ég ber þær yfirleitt fram með borgurum. Ég skar niður nokkrar sætar kartöflur í lengjur. Velti þeim upp úr olíu og kryddaði til með salti, pipar og paprikukryddi. Bakaði við 180°C í 35 – 40 mínútur. Voila!

 

 Þetta er afar ljúffengt, ég segi það og skrifa.
Mæli með að þið prófið núna um helgina.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *