Tiramisú – einn besti eftirréttur í heimi

 

Tiramisú
  • 4 egg
  • 100 g sykur
  • 400 g mascarpone ostur, við stofuhita
  • ½ tsk vanilluduft eða vanillusykur
  • 4 dl þeyttur rjómi
  • 250 g kökufingur(Lady Fingers)
  • 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi
  • kakó eftir þörfum
  • smátt saxað súkkulaði
Aðferð:
  1. Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast.
  2. Blandið mascarpone ostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel.
  3. Bætið vanillu og rjómanum varlega saman við með sleif.
  4. Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og raðið þeim í há glös. Setjið 2 – 3 matskeiðar af ostablöndunni ofan á og sigtið vel af góðu kakó yfir. Það er fullkomið að saxa niður dökkt súkkulaði og sáldra yfir réttinn í lokin. Þessi eftirréttur þarf að fá að standa í kæli í lágmark 3 klukkustundir (helst yfir nótt) áður en hann er borinn fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa færslu fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *