Tómat- og basilsósa
1 laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, marin
500 ml tómata passata
1/2 kjúklingateningur
1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð
1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð
skvetta af hunangi eða smá sykur
salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og
hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur.
hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur.
Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að
malla á meðan þið búið til kjötbollurnar.
malla á meðan þið búið til kjötbollurnar.
Kjötbollurnar
500 g. Nautahakk
500 g. svínahakk
1 dl. brauðrasp
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksrif, marin
3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð
1 msk. fersk basilíka smátt söxuð
2 msk rifinn Parmesan ostur
1 egg, létt pískað
salt og pipar, magn eftir smekk
smá hveiti
góð ólífuolía
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið
til jafn stórar bollur úr deiginu.
til jafn stórar bollur úr deiginu.
Veltið bollunum upp úr smá hveiti og leggið þær í
eldfast mót. Sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 10 –
15 mínútur.
eldfast mót. Sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 10 –
15 mínútur.
Þegar bollurnar eru tilbúnar þá hellið þið sósunni
varlega ofan í eldfasta mótið og eldið áfram í 20 mínútur.
varlega ofan í eldfasta mótið og eldið áfram í 20 mínútur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, ég
mæli með að þið notið spaghettí eða linguini.
mæli með að þið notið spaghettí eða linguini.
Berið réttinn fram með rifnum parmesan og nóg af honum!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir