Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það.
Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir fylgjast með blogginu og takk innilega fyrir að nenna að koma hingað og lesa. https://www.facebook.com/pages/evalaufeykjarancom/290343130980942 hér er slóðin ef þið viljið smella einu like eða svo. 🙂
Ég fæ oft svo mörg falleg skilaboð og það er gaman að það séu einhverjir sem hafa gaman af þessu. Allavega finnst mér þetta ótrúlega skemmtilegt.
Á mánudögum þá þráir líkaminn eitthvað ferskt og gott eftir helgarsukkerí. Mér finnst mjög gott að fá mér hrökkbrauð í hádeginu og eiginlega bara hvenær sem er.
Létt og gott í maga.
Hugmynd að hádegismat.
Hrökkbrauð
Kotasæla
Salsasósa
Salat:
Rucola
Rauðlaukur
Paprika
Agúrka
Salt & pipar.
Þetta er dásemd. Hollt, ferskt og bragðmikið.
Lövlí.
Gleðilegan mánudag
xxx