LÖNG HELGI Í KÖBEN – FULLKOMIÐ

Við fórum í langa helgarferð til Kaupmannahafnar í lok júní/byrjun júlí. Stórkostlegt frí í alla staði, fengum yndislegt veður sem var meira en nóg út af fyrir sig en í þokkabót eigum við góða vini sem búa í Kaupmannahöfn og við gátum þess vegna notið þess að vera í þeirra félagsskap. Smurbrauðsát, tivolí fjör og almenn huggulegheit einkenndu þessa ferð og ég fæ stjörnur í augun að skoða myndirnar úr ferðinni – mig langar helst að hoppa upp í næstu vél og endurtaka leikinn!

Almáttugur hvað það var gott að kíkja aðeins út í gott veður, hitta frábæra vini og njóta út í hið óendanlega.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *