Litlar bláberjaostakökur

 Ostakökur eru hvers manns hugljúfi og eiga alltaf vel við. Ostakökur er svolítið þungar í maga að mínu mati svo þessi stærð er algjör draumur, sérstaklega ef þið berið kökurnar fram í veislum. Þá er nóg af plássi í maganum fyrir hinar kræsingarnar. 
Hægt er að  nota hvaða ber sem er í þessa uppskrift t.d. bláber, jarðarber, kirsuber eða rifsber, það fer allt eftir smekk hvers og eins. Þessi uppskrift er að bláberjaostakökum.

Litlar bláberjaostakökur
Botn: 
250 g Lu Bastogne kex
130 g smjör, brætt
Myljið kex í matvinnsluvél, blandið smjöri saman við og þrýstið svo kexblöndunni niður í bollakökuform. Í hvert form fer u.þ.b. 1 1/2 msk. af kexblöndu 
Fylling:
180 g hvítt súkkulaði
130 ml rjómi
500 g rjómaostur, hreinn
2 dl sykur
2 egg
1 tsk. vanilla extract eða vanilludropar
250 g bláber
Hitið ofninn í 150°C. Bræðið hvítt súkkulaði í rjóma við vægan hita, leggið súkkulaðiblönduna til hliðar þegar súkkulaðið er orðið silkimjúkt og kælið. Setjið rjómaost, sykur, egg og vanillu í hrærivélaskál og blandið vel saman. Bætið súkkulaðiblöndunni rólega saman við í u.þ.b. þremur skömmtum þegar ostablandan er orðin mjúk og slétt. Hrærið rólega saman. Blandið ferskum bláberjum varlega saman við. Setjið ostablönduna ofan á kexblöndun í bollakökuformunum, u.þ.b. 2 – 3 msk. í hvert form magnið fer eftir stærð formsins, passið bara að hafa þær allar jafnar.
Bakið kökurnar í miðjum ofni í 25 – 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið berið þær fram. 

Það er ansi gott að þeyta rjóma og setja smávegis ofan á hverja köku ásamt ferskum bláberjum.

Þessar kökur eru án efa í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mæli með að þið prufið.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

  • Sæl Eva Laufey

    Geturðu sagt mér ca hvað þú færð margar kökur úr þessari uppskrift ?
    takk fyrir
    kveðja
    Kristín S

  • Sæl Eva Laufey.
    Ég ætlaði að baka þessar um daginn en var uppiskroppa með hvítt súkkulaði svo ég notaði suðusúkkulaði og jarðaber í staðinn fyrir hvítt súkkulaði og bláber. Sú uppskrift vakti svo mikla lukku að ég hef ekki enn lagt í að gera upprunalegu uppskriftina 🙂 Bara smá hint ef þig skyldi langa að prófa!

    Takk annars fyrir að deila öllum þessum dásamlegu uppskriftum með okkur hinum. Uppskriftirnar klikka aldrei svo ég kíki alltaf hingað inn þegar mig langar að baka eitthvað gott 🙂

    Kv. Steinunn Helga

Leave a Reply to Eva Laufey Kjaran - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *