Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum
- 500 – 600 g lax, beinhreinsaður
- Ólífuolía til steikingar + smá smjörklípa
- 1 1/2 dl smátt skorinn blaðlaukur
- 10 döðlur, mjúkar og smátt skornar
- 10 sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
- 1 tsk ferskt timían
- Salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
- 2 – 3 dl rjómi.
Aðferð:
- Hitið olíu á pönnu, skerið laxinn í jafn stóra bita og steikið á hvorri hlið í 2 – 3 mínútur. (Byrjið á því að steikja laxinn á roðhliðinni)
- Kryddið laxinn með timían, salti og pipar.
- Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna rétt í lokin.
- Setjið laxinn á disk, leggið til hliðar og útbúið sósuna.
- Skerið blaðlauk, döðlur og sólþurrkaða tómata afar smátt og steikið upp úr olíu í smá stund, hellið rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla svolítið og berið strax fram með laxinum.
Berið fiskinn fram með parmesan kartöflumús
Parmesan kartöflumús
- 600 g bökunarkartöflur
- 1 dl rjómi
- 60 g smjör
- 50 g rifinn parmesan ostur
- Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
- Afhýðið kartöflur og sjóðið í vel söltu vatni þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.
- Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með kartöflustöppu þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið.
- Bragðbætið með salti og pipar.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.