- Fyrir fjóra – sex
- 350 g pasta að eigin vali
- Handfylli basilíka
- Handfylli spínat
- 1 hvítlauksrif
- Safi úr hálfri sítrónu
- 1 dl ólífuolía
- Salt og pipar
- 1 rauðlaukur
- 1 rauð paprika
- 12 kirsuberjatómatar
- 2 dl fetaostur
- Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa)
Aðferð:
- Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið.
- Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni.
- Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt.
- Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman.
- Blandið því næst öllum hráefnunum saman í skál og berið fram!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir