Hörpudiskur á volgu maíssalati
Hráefni:
• 2 ferskir maísstönglar í hýðinu
• Salt og pipar
• 4 msk smjör
• 1 hvítlauksrif
• ½ rauð paprika
• 1 lárpera
• 2 tómatar
• 1 límóna
• 1 msk smátt söxuð basilíka
• 1 dl hreinn fetaostur
• 10 stk hörpuskel
• 1 sítróna
Aðferð:
1. Skafið maískornin af maískólfinum, hitið smjör á pönnu og steikið kornin þar til þau eru mjúk í gegn. Saxið hvítlauksrif og bætið út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar.
2. Setjið maískornin til hliðar.
3. Skerið papriku, tómata og lárperu afar smátt. Blandið grænmetinu saman við maískornin.
4. Saxið niður basilíku og bætið henni einnig saman við maíssalatið.
5. Kreistið safann úr einni límónu yfir salatið og hrærið.
6. Skolið og þerrið hörpuskelina mjög vel.
7. Steikið hörpuskelina á pönnu á háum hita upp úr smjöri í þrjár mínútur á annarri hliðinni og í 2-3 mínútur mínútu á hinni hliðinni. Kryddið með salti og pipar ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir rétt í lokin.
8. Setjið maíssalat á disk og leggið hörpudiskinn yfir.
9. Sáldrið hreinum fetaosti yfir salatið áður en þið berið réttinn fram.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups