Endurnærandi frí, það er svo ótrúlegt hvað birtan og hlýjan gerir mikið fyrir mann. Einnig var best að vakna í rólegheitum með Hadda og stelpunum, elska það. Það var lítið um plön, við bara leyfðum okkur að gera það sem okkur langaði til, að borða það sem okkur langaði í og svo framvegis. Fullkomið frí í okkar huga!
Ég hef varla haft undan við að svara fyrirspurnum varðandi hótelið okkar, en við dvöldum á Villa Tagoro family & fun. Við vorum 27 í heildina og pöntuðum bara beint í gegnum hótelið sjálft, þetta er alls ekki auglýsing en ég hótelið fær fullt hús stiga hjá mér og okkur. Æðislegt fyrir börn og stutt í allt, frábært að fara í stutta fjallagöngu eða rölta á ströndina.
Ég fékk einnig mikið af fyrirspurnum varðandi það hvernig við komum okkur til og frá hótelinu, en við pöntuðum það í gegnum hótelið og þau sáu um það fyrir okkur. Þriðja vinsæla spurningin var varðandi kerrumál, en vinkona mín benti mér á kerruleigu og við vorum mjög ánægð að þurfa ekki að drösla kerrunum okkar með og pöntuðum hér.
Nú er ég búin að svara þessum helstu spurningum en þið megið alltaf henda á mig ef það er eitthvað, ég er auðvitað virkari á Instagram og þið getið fylgst með mér þar.
Annars er ég mjööög spennt fyrir nýju ári og nýjum verkefnum, á morgun ætla ég til dæmis í fyrsta sinn að stýra útvarpsþætti með vini mínum Svavari Erni í Bakaríinu á Bylgjunni. Hlakka mikið til og vonandi hlustið þið <3
Nýársknús til ykkar
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir