Halló rútína.

Nú byrjar fjörið á ný, skólinn að byrja í dag og rútínan hefst hér með. Mikil ósköp sem það var ljúft í jólafríinu en ég tek fagnandi á móti smá rútínu. Það var erfitt að vakna í morgun og það er langur dagur framundan svo kaffi verður mín hjálparhönd í gegnum daginn. Það verður líklega auðveldara að vakna á morgun, ég er alla vega búin að lofa sjálfri mér að því að fara snemma að sofa í kvöld og vonandi stend ég við það loforð.
Ég var lengi á fótum í gær að skipuleggja janúarmánuð, mér líður alltaf svolítið betur að skipuleggja dagana mína. Þó ég fylgi planinu ekki alltaf 100% þá er gott að hafa það við höndina. Janúar verður annasamur mánuður og margt skemmtilegt framundan. 
Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *