Afmæliskaka

Ein af mínum bestu vinkonum á afmæli í dag og ég gat ekki hugsað mér annað en að baka handa henni súkkulaðiköku í tilefni dagsins. Mömmudraumur með daimsúkkulaðikremi varð fyrir valinu og auðvitað skreytt með miklu stelpulegu sykurskrauti.  Agla er 25 ára í dag og ég óska henni hjartanlega til hamingju með daginn. Ég er heppin að eiga hana sem vinkonu, hún er algjör draumur í dós.  Agla heldur úti skemmtilegu bloggi og hér getið þið skoðað það. 
Ég bakaði mömmudraum sem stendur alltaf fyrir sínu og prufaði nýtt krem sem að mínu mati kom mjög vel út. 
Súkkulaðikrem með Daim.

230 g smjör, við stofuhita
5 dl flórsykur
2 tsk vanillu extract eða dropar
100 g Milka mjólkursúkkulaði með Daim
200 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
Hrærið smjör og flórsykur saman þar til smjörið er orðið mjúkt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og bætið saman við smjörkremið ásamt vanillu. Hrærið saman í nokkrar mínútur  þar til kremið er orðið létt og fallegt. 
Smyrjið kreminu á milli botnanna og þekið kökuna með kreminu. 
Mæli með að þið prufið kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Mmmm en girnó, hlakka til að prófa þessa 🙂
    Langaði að spyrja, gerði mömmudrauminn "orginal" versionina (sem var ótrúlega góð btw) um daginn og ætlaði að reyna að gera svona flotta rósaköku eins og þú sýndir á síðunni en lenti í því að kremið dugði bara ekki til…
    hvað ertu að nota stóra uppskrift af kreminu, er það tvöfalt eða einoghálf?!

    með kærri kveðju,
    Ragnheiður

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *