Græni ofurdjúsinn

Ég er viss um að þessi dagur sé upplagður fyrir grænan ofurdjús. Stærsta útileiguhelgi ársins á enda og eflaust margir þreyttir eftir herlegheitin. Þessi djús hjálpar svo sannarlega til við að fá smá hressingu í líkamann. 
Græni ofurdjúsinn 
1 bolli frosið mangó 
handfylli ferskt spínat 
2 – 3 cm rifinn engiferrót 
1 msk. Chia fræ (ég legg þau fyrst í bleyti í 10 mín) 
appelsínusafi með aldinkjöti, magn eftir smekk 
nokkur myntulauf 
1/2 límóna, safinn 
klakar 
skvetta af hunangi eða agavesírópi (smekksatriði) 
Aðferð:
Setjið allt í blandarann í nokkrar mínútur, njótið strax. 
Djúsinn hressir og kætir, svo mikið er víst. Ég vona að þið hafið haft það gott um helgina og ég vona að vikan verði ykkur enn betri. Ég mæli með að þið fylgist með blogginu í kvöld því ég ætla að draga út heppinn vinningshafa í PIP leiknum. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • Mig langaði að gera þennan djús að svolítið meiri máltíð til að geta fengið mér í morgunmat. Ég prófaði að setja eina dós af grískri jógúrt (þessari frá biobú því hún er ekki mjög þykk) og hálfan banana, svolítið karlmannlega spínatlúku og hunang ásamt öllu hinu innihaldinu og það kom bara vel út 🙂

Leave a Reply to Guðný Eik - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *