Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu

  • Ananas, ferskur
  • 1 dl karamellusósa
  • Jarðarber
  • Brómber
  • Ristaðar pekanhnetur

Mintusósa

  • 3 dl grískt jógúrt
  • 2 tsk hunang
  • 1 msk smátt söxuð minta
  • rifinn börkur af 1/4 af límónu
  • safi úr 1/4 af límónu

Aðferð:

Skerið ananas í sneiðar, penslið sneiðarnar með karamellusósu og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið ananasbitum á fat og skerið niður ferska ávexti sem þið dreifið yfir.

Ristið pekanhnetur og sáldrið yfir.

Útbúið einfalda mintusósu með því að blanda öllum hráefnum saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, setjið nokkrar skeiðar af mintusósunni yfir ásamt því að rífa smávegis af límónubörk yfir réttinn í lokin.

Berið strax fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *