Gjafaleikur og súkkulaðihristingur.

Ég er algjör súkkulaðifíkill og gæti vel borðað súkkulaði í öll mál, ég reyni þó að gæta hófs. Það er fátt sem kemst nálægt því að vera jafn dásamlegt og bragðgóður súkkulaði mjólkurhristingur. Þessi mjólkurhristingur er af einföldustu gerð og er mjög bragðgóður.
Það er mikilvægt að velja sér ís með miklu súkkulaðibragði. Sá ís sem mér finnst bestur er GOTT súkkulaðiísinn. Alvöru súkkulaðibragð og þá þarf maður ekki að bæta kakódufti saman við til þess að fá rétta bragðið. 
 Súkkulaðihristingur af einföldustu gerð

2 kúlur súkkulaðiís
1/2 bolli mjólk

Setjið saman í blandara. Hellið í glas og sigtið smá kakódufti yfir. 
(Smakkið hristinginn áður en þið hellið honum í glas því ef til vill þá viljið þið meiri súkkulaðibragð og þá bætið þið smá kakódufti út í ísinn og blandið saman við í blandaranum.)
Virkilega dásamlegur mjólkurhristingur sem ég mæli með að þið prufið. Sérlega mikið augnyndi, þá sér í lagi ef mjólkurhristingurinn er borin fram í fallegu glasi og með svona fallegu röri. 
Ég hef fengið ansi margar fyrirspurnir hvað varðar þessi fallegu rör sem ég nota mikið. 
Ég keypti mér ansi mikið af þessum rörum í sumar þegar að ég var að fljúga til Ameríku, það var því nauðsynlegt að finna búð hér á Íslandi sem seldi þessi rör því þau eru virkilega skemmtileg og falleg. 
Það var því frábært að rekast á Íslenzka Pappírsfélagið sem sérhæfir sig í innflutningi á vönduðum og umhverfisvænum umbúðavörum og gjafavörum. Íslenzka Pappírsfélagið býður upp á fjölbreytt úrval gjafakorta, gjafapappír ásamt borðum, böndum, rörum, merkispjöldum og límmiðum. 
Áhersla er lögð á að vörurnar séu umhverfisvænar. 
 Í dag ætla ég í samstarfi við Íslenzka Pappírsfélagið að gefa heppnum lesenda gjafapoka með allskyns vörum frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Ótrúlega fallegar og skemmtilegar vörur. 

Það eina sem þið elsku lesendur þurfið að gera til þess að eiga möguleika á því að næla ykkur í gjafapokann fína er að skrifa nafn og netfang fyrir neðan færsluna í athugasemdakerfið og gefa blogginu like á Facebook. Ef þið hafið nú þegar gefið blogginu like þá er nóg að setja nafn og netfang hér fyrir neðan færsluna. 


Ég dreg út heppin vinningshafa eftir viku, þann 31.október. 
Ég hvet ykkur til þess kíkja inn á www.pappirsfelagid.is og fylgjast sömuleiðis með Íslenzka Pappírsfélaginu á Facebook. 
Ég vona að þið eigið ljúfan dag kæru vinir 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)