Fjórar myndir

Þá er ég búin að halda fyrsta bollukökunámskeiðið og það tókst mjög vel. Ég var ótrúlega heppin með þáttakendur, ótrúlega flottar baksturs konur. Ég var svolítið stressuð til að byrja með en svo fór stressið um leið og við byrjuðum að baka. Á námskeiðinu þá bakaði hver og ein sínar bollakökur og skreytti með hvítsúkkulaðikremi. Ég fór í gegnum einföld skref að skreytingum og hvernig maður býr til einfalt sykurmassaskraut. Edit vinkona mín tók nokkrar myndir á námskeiðinu og ég hlakka mikið til að deila þeim með ykkur. En hér eru fjórar myndir sem ég lét inn á Instagram, en þar getið þið auðvitað fylgst með mér undir nafninu evalaufeykjaran. 

 Miðvikudagur í dag og ég hef lítið eldað í vikunni sökum þess að námskeiðin hafa verið á kvöldin. En ég ætla að taka saman nokkrar uppskriftir sem henta vel á Valentínusardaginn, sem er jú á morgun. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *