Ofnbakaður fiskréttur með rjómaosti og grænmeti

 
Ofnbakaður fiskréttur með rjómaosti og grænmeti
 
  • Ólífuolía
  • Smjörklípa
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 rauð paprika, smátt söxuð
  • 1/2 blómkál, smátt saxað
  • 10 – 12 sveppir, smátt saxaðir
  • 1 1/2 msk smátt söxuð fersk steinselja
  • 300 ml matreiðslurjómi
  • 100 g  rjómaostur með hvítlauk
  • 2 tsk ítölsk hvítlaukskryddblanda
  • salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
  • 800 g ýsa eða þorskur
  • Rifinn ostur
  • Smátt söxuð steinselja
Aðferð:
1. Hitið olíu og smjör við vægan hita, pressið hvítlauk og steikið í smá stund. Skerið allt grænmetið mjög smátt og bætið því út á pönnuna, steikið grænmetið í 5 – 6  mínútur.
2. Bætið matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel í, kryddið til með salti og pipar.
3. Bætið 100 g af rjómaostinum saman við og blandið öllu vel saman.
4. Kryddið til með hvítlauksblöndu, salti og pipar í lokin. Mikilvægt að prófa sig áfram á þessu stigi og smakka sósuna til. Leyfið sósunni að malla í 7 – 10 mínútur við vægan hita.
Sósan og grænmetið klárt, lyktin dásamleg.
5. Skerið fiskinn í bita og leggið í eldfast mót, mér finnst gott að krydda hann svolítið áður en ég læt sósuna ofan á.
6. Hellið sósunni yfir fiskinn og sáldrið rifnum osti yfir. Setjið inn í ofn og bakið við 180°C (blástur)  í 25 – 30 mínútur, eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
 Svona lítur fiskrétturinn út þegar hann er nýkominn út úr ofninum, saxið smá steinselju og stráið yfir réttinn.
Ég bauð upp á hýðishrísgrjón og ferskt salat með þessum fiskrétt. Mikil ósköp sem ég naut þess að borða þennan rétt, einn sá besti sem ég hef smakkað. Hlakka til að gera hann aftur í bráð. Á mánudögum finnst mér hálfgerð skylda að hafa fisk í matinn og það er algjör lúxus þegar maturinn er svo góður.
Njótið vel
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)