Fiskibollur og AB mjólk

Fiskibollur. Mér finnst þær ansi góðar, að vísu gerir enginn betri bollur en amma Stína .Mmm, þær eru dásamlegar. 
Í kvöld var fiskibollukvöld. Haddinn minn borðar þær og það gleður mig mjög svo mikið þegar að hann borðar matinn minn. Pínu matvandur greyið. Erfitt fyrir sælkerann að skilja fólk sem er matvont, en en það gleður mig þegar að hann borðar það sem ég býð upp á. :o) En ég hafði nóg af fersku grænmeti með til þess að fá smá orku í líkamann, finn á mér eins og undarleg pest sé að læðast að mér og þá er ekkert annað í stöðunni en að byrgja sig upp af grænmeti og vítamínum. Ég prufaði smá twist í kvöld. 
Skar niður  brokkólí, agúrku og epli. Blandaði því saman í skál og hellti létt AB mjólk yfir, eitt hvítlauksrif, salt og pipar. 
Fínasta salat/dressing. Ég hef gaman að því að prufa mig áfram með AB mjólk. Holl og góð, passar við hvað sem er. Gefur matnum ferskleika! 
Lærdómur og hlaup í kvöld, of fallegt veður. Ekkert betra fyrir líkama og sál en útihlaup í fallegu veðri. 
xxx

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • Dásemdar færsla dúllan þín og frábær hugmynd að salatdressingu. Ætla samt að vera pínku leiðinleg og leiðrétta orðið matvondur. Það á sem sagt að vera matvandur. Sem sagt vandur á mat.
    Matvandur, matvönd, matvant
    Hann borðar ekki kartöflur. Hann er svo matvandur drengur.
    Að öðru leiti er þetta dasamlegt blogg, uppskriftirnar æði og þú nærð að fanga frábæra stemmingu með fallegum myndum, frænkuskott. Knús á þig
    kv. Hrund

Leave a Reply to Eva Laufey - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *