Fimm myndir

Fimm myndir sem minna mig á yndisleg augnablik frá því í sumar. 
 Hádegisdeit á Snaps með ótrúlega skemmtilegum vinum á sólríkum sumardegi
 Fór í fyrsta skipti til Kanada í sumar. Hér er ég uppi í CN turninum í Toronto. (Þarna er ég einmitt að biðja fjölskyldu um að taka mynd af mér einni, það er agalega gaman að túristast ein í útlöndum og aldrei vandræðilegt að biðja fólk um að taka myndir. Ónei)
Svakalega ljúf morgunstund í Boston. Mikil ósköp væri ég til í að liggja þarna nákvæmlega núna.
Fór í fyrsta skipti inn í hið dásamlega Magnolia Bakarí í New York í sumar. Keypti mér dásamlegar bollakökur, límonaði og kökubækur. Kom mér vel fyrir í Central Park og naut þess að vera til.
Mjög svo huggulegt augnablik.
Við Gullfoss á fallegum sumardegi
Það er svo gaman að fletta í gegnum gamlar myndir. Ég reyni að vera mjög dugleg að taka myndir við hvaða tækifæri sem er, það er svo dýrmætt að eiga myndir af  ljúfum augnablikum.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *