Mexíkósk kjúklingasúpa Mexíkósk kjúklingasúpa er líklega sú súpa sem ég elda oftast og fæ aldrei nóg af. Þegar von er á gestum er einstaklega gaman að bjóða upp á þessa matarmikla súpu og bera hana fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti, þá geta matargestir bætt út í þeim hráefnum sem þeim hugnast best. Súpan er einföld og bragðgóð, en er sjaldnast eins því ég hef gaman af því að prófa mig áfram og nota það sem til er af grænmeti hverju sinni. 4 kjúklingabringur, smátt skornar (eða heill kjúklingur, skorinn í litla bita) 1 rauð paprika, smátt skorin 1 græn paprika, smátt skorin 1 gul paprika, smátt skorin 2 gulrætur, smátt skornar ½ blaðlaukur, smátt skorinn 2 hvítlauksgeirar 1 laukur, smátt skorinn…