Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum möndlubitum, þarf ég nokkuð að segja meira? Ég vona að þið njótið vel. Ris a la Mande Grauturinn: 2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í. Kljúfið vanillustöngina…