Archives

Brjálæðislega gott karamellupopp

Popp með saltaðri karamellusósu Á þriðjudögum er ég með innslög í Íslandi í dag þar sem ég elda rétti sem allir ættu að geta leikið eftir. Í gær var ég til dæmis með rétti sem tilvalið er að borða þegar við horfum á sjónvarpið. Auðvitað kom popp fljótlega upp í huga þegar ég var að plana hvað ég ætti að hafa í innslagi kvöldsins. Ég held að popp sé alveg skothelt sjónvarpssnarl og hvað þá ef við ‘pimpum’ það aðeins upp með djúsí saltaðri karamellusósu. Svona í alvöru talað þá er þetta eitt það besta sem ég hef smakkað, ég fæ ekki nóg af þessu poppi og hvet ykkur til þess að prófa þessa einföldu og ljúffengu uppskrift.   Söltuð karamellusósa 100 g sykur 3…

Ítalskt Caprese salat

Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat  1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð 1 pakki hráskinka eða eins og 6 hráskinkusneiðar 1 skammtur basilíkupestó Basilíkupestó 1 höfuð fersk basilíka handfylli fersk steinselja 150 g ristaðar furuhnetur 50 g parmesanostur 1 hvítlauksrif safinn úr ½ sítrónu 1 dl góð ólífuolía salt og nýmalaður pipar Aðferð:   Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið þá til með salti og pipar. Bakið við 180°C í 20 mínútur. Útbúið pestóið á meðan tómatarnir eru…

Sesar Salat með ljúffengri hvítlaukssóu

Sesar salat Þetta salat er eitt vinsælasta salat í heimi og er það ekki að ástæðulausu. Kjúklingur, stökkt beikon, gott kál og annað ljúfmeti saman í eitt. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana! Við byrjum á því að útbúa sósuna sem fylgir salatinu. Hvítlaukssósa 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep 2 – 3 tsk majónes 1 tsk hvítvínsedik 1 tsk sítrónusafi salt og pipar 2 hvítlauksrif 50 – 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið allt saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið í kæli áður en þið berið fram með salatinu. Salatið. 3 kjúklingabringur, skornar í teninga Ólífuolía Salt og pipar Kjúklingakrydd 100 g beikon Kál, magn eftir smekk (helst Romain salat) 1 agúrka 10 kirsuberjatómatar Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið upp…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Heimagert pestó og ljúffengur kjúklingaréttur.

Fyrir rúmlega ári steig ég mín fyrstu skref í sjónvarpi í þáttunum Í eldhúsinu hennar Evu sem sýndir voru á Stöð 3. Það var ákaflega skemmtileg og dýrmæt reynsla, í þáttunum lagði ég ríka áherslu á heimilismat sem allir ættu að geta leikið eftir. Ég er búin að uppfæra uppskriftalistann hér á blogginu og nú getið þið nálgast allar uppskriftir sem voru í þættinum hér á vefnum. Það gleður mig einnig að segja frá því að þættirnir eru nú aðgengilegir á vísi.is. Þið finnið þættina hér undir matur. Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að heimagerðu pestó og ljúffengum kjúklingarétt sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Rautt og gómsætt pestó 200 g sólþurrkaðir tómatar 90 g furuhnetur 2 hvítlauksrif 150 g ferskur…

1 2 3 4