Archives

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING Fyrir 3-4 Hráefni: • 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir • Olía • Smjör • Salt og pipar • 4 dl mjólk • 4 dl hveiti Aðferð: 1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur). 3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri! Blómkálsmauk • 1 stórt blómkálshöfuð • 2 msk mjör •…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu *Fyrir fjóra  800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa 5 dl hveiti salt og pipar 1 msk karrí 1 msk sinnepsduft 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 3 egg ólífuolía til steikingar + smá smjör Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum. Pískið þrjú egg saman í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í…

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu og tímían

Einfaldleikinn er bestur og þessi réttur sannar það, öll hráefnin saman í einn pott og inn í ofn! Vinnuframlagið nánast ekki neitt en útkoman hrikalega ljúffeng. Ég elda kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og mér finnst mjög gaman að prófa nýja rétti, ég eldaði þennan kjúkling í gærkvöldi og hann vakti mikla lukku. Kjúklingur og sítróna fara svo vel saman.. og ég tala nú ekki um ef þið bætið tímían og smjöri saman við þá tvennu. Sósan sem ég útbjó úr soðinu er ein sú besta, sítrónubragðið er svo gott og ferskt með kjúklingakjötinu að ég verð eiginlega bara að biðja ykkur um að prófa þennan rétt þá vitið þið hvað ég er að meina. Mæli með þessum og ég vona að…

Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir…

Entrecôte með chili bernaise og frönskum kartöflum

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur Hadda þá verður þessi réttur yfirleitt fyrir valinu. Að vísu geri ég þá tvær sósu, annars vegar piparostasósu og hins vegar þessa ómótstæðilegu chili bernaise sósu sem ég fæ hreinlega ekki nóg af og gæti borðað hana eina og sér. Hún er algjört æði! Þið vitið hvernig þetta er, ef smjörið er í aðalhlutverki þá er bókað mál að rétturinn sé góður. Entrecôte með chili bernaise og ljúffengum kartöflum 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…