Kjúklingaspjót eru mjög vinsæl á sumrin, þau eru ekki bara gómsæt heldur eru þau ansi einföld og fljótleg. Ég grillaði beikonvafinn kjúkling sem var mjög ljúffengur og því tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur. Beikonvafinn kjúklingur 600 g kjúklingakjöt (best er að nota bringur eða lundir) 2 – 3 msk. Ólífuolía 1 tsk. Paprikukrydd 1 tsk. Kjúklingakrydd 1 tsk. Kummin Salt og nýmalaður pipar 1 pakki beikon 1 rauð paprika, skorin í litla bita Tréspjót, sem legið hafa í bleyti í 20 mínútur. Aðferð: Best er að nota bringur…