Archives

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

Pulled Pork í ljúffengri bbq sósu

  Pulled Pork í bbq sósu 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk bezt á allt krydd Salt og pipar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía   Aðferð: Kryddið kjötið með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum upp úr ólífuolíu í víðum potti sem má fara inn í ofn. Skerið niður einn lauk og bætið honum út í pottinn ásamt tveimur hvítlaukrifjum. Leyfið kjötinu að malla í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið bbq sósuna.   BBQ sósa 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 ½ dl tómatasósa 1-2 msk balsamikgljái 1 msk hunang Salt og pipar 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd   Aðferð: Saxið niður laukinn…

Klístruð og ómótstæðileg rif

Klístruð og ómótstæðileg rif Svínarif 1 tsk Bezt á allt kryddblanda 1 tsk paprika 1 tsk cumin krydd 1 tsk kanill 1 dl Hoisin sósa 1 dl Soya sósa 1 msk hunang Salt og pipar ½ rautt chili 1 stilkur vorlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk fersk nýrifið engifer 1 dl púðursykur Aðferð: Saxið chili og vorlauk, blandið öllum hráefnum saman í skál og leggið svínarif í form. Hellið sósunni yfir og geymið í kæli. Best er að leyfa kjötinu að liggja í sósunni í nokkrar klukkustundir. Pakkið kjötinu inn í álpappír og bakið við 110°C í 2,5-3 klukkustundir. Eftir þann tíma stillið þið ofninn á grillhita og opnið álpappírinn, steikið kjötið á þeim hita í 10-15 mínútur. Dreifið ristuðum sesamfræin yfir kjötið áður en þið berið…

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi

Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott. Sænskar kjötbollur Smjöreða ólífuolía 1 stórlaukur 2 msk smáttsöxuð steinselja 500 g svínahakk 500 g nautahakk 3 msk sýrður rjómi 1 egg 3 – 4 msk brauðrasp salt ognýmalaður pipar Aðferð: Hitiðsmjör eða ólífuolíu á pönnu, steikið laukinn í smá stund eða þar til hann fer að mýkjast. Saxið niður steinselju og bætið út á pönnuna. Blandiðöllum hráefnum saman í skál og mótið litlar bollur úr hakkblöndunni. Steikiðbollurnar á pönnu, snúið reglulega og leggið í eldfast mót. Klárið að elda bollurnar í ofni við 180°C í 10 – 15 mínútur. Beriðbollurnar fram með kartöflum, brúnni…

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.

Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel.   Ofnbakað Mac & Cheese  250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…