Archives

Kokteilar

….. Nú fer sumarið aaaalveg að detta inn. Enda hafið þið líkast til tekið eftir því miðað við veðrið sem er búið að leika við okkur s.l. daga. (Nei bíddu, djók) Ég fékk starf hjá Icelandair í sumar sem flugfreyja. Mikil ósköp sem ég var ánægð með það – bjóst aldeilis ekki við því enda ótrúlega margir sem að sóttu um. En í gær hófst nýliðanámskeiðið – fer allt voða vel í mig. Verður nóg að gera næstu vikurnar allvega. En það er nú skemmtilegast þannig – þegar að það er mikið að gera. Þannig sumarið verður mjög spennandi – ný verkefni og skemmtilegheit. Kokteill dagsins…Mangótwister. 1x Stórt mangó 1x Banani 1x Lítil flaska af appelsínu trópí Vel af engifer og ein lúka af höfrum….

Matur er góður

Mér finnst mjög gaman að borða.. en mér leiðist þó stundum að elda bara fyrir mig. Þá reyni ég oft að hafa það bara simpúlt og fljótlegt. Grænmetissúpa er ein af uppáhalds súpunum mínum, ég er mikil súpukona. Hún er ansi einföld en klikkar aldrei, endalaust hægt að leika sér með hana. Þessi er af einföldustu gerðinni en mjög bragðgóð. það grænmeti sem ég átti að þessu sinni inn í ísskáp, sætar kartöflur, ferskt sellerí, paprika, rauður laukur, brokkólí, gulrætur. Svo hálfur grænmetiskraftur og hálfur kjúllakraftur (hann gefur svo mikið og gott bragð) ég læt súpuna malla ótrúlega lengi – því lengur því bragðmeiri. Fallegir litir í fallegu gulu pasta/grænmetis/ávaxta skálinni minni sem ég er svo skotin í. That’s what’s cooking tonight my friend… grænmetissúpa…

Saturday!

Ég á svo sæta frændur. Herra Kristían Mar Kjaran bað mig um beikon þegar að ég kom í heimsókn í morgunsárið – og þá varð Eyja frænka spennt. Hann er sælkeri eins og ég – og við fórum í matreiðsluleik. Útkoma : Eggjabrauð, stökkt beikon, kolkrabbapylsa og tómatsósan sem var í þykjó sjórinn. Sáttur og sæll lítill grallari

Vorið er komið…

Ég er nú búin að vera pínu löt við bloggið, þið vonandi afsakið það. Það hefur lítt á daga mína drifið – um síðustu helgi tók ég þátt í Ungfrú Vesturland. Það var ósköp ánægjuleg reynsla og ég kynntist mörgum ansi yndislegum píum. Sesselja Laufey og Krissý eiga líka hrós skilið fyrir flotta vinnu :o) En þessi vika hefur farið í ansi mikið át. Sem er gott og blessað. Mamman mín er á landinu og það er svo mikið gott að ég get harla lýst því með orðum hvað mér finnst það dásamlegt þegar að hún er hér. Hún er líka besta mamman í heiminum. Vorið er komið – fru stella! Vaknaði í morgun við það að sólin var að kitla mitt nef. Ok, kannski…

1 74 75 76 77 78 80