…Yndislegur matur í Hörpunni í fallegu veðri með mömmu, ömmu og Mareni
Ég elska bláberjamúffur – gæti borðað þær alltaf , alla daga. En ég kann að hemja mig – smá. Ég prufaði ansi fína uppskrift um daginn og þær voru dásamlega góðar. Hér kemur uppskriftin: Lagar ca. 12 múffur 280 gr. Hveiti 1.tsk lyftiduft 1.tsk salt 115 gr. púðursykur 2 egg 150 gr. frosin eða fersk bláber 250 ml. mjólk 85 gr. Smjör (bræðið smjerið og kælið) 1 tsk. vanilludropar Rifinn börkur af einni sítrónu Aðferð: Stillið ofninn á 200° Sigtið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu í stóra skál. Bætið svo bláberjum og sykrinum saman við, rólega. Sláið eggin létt saman í skál og bætið síðan við mjólkinni, smjerinu, vanilludropum og sítrónubörknum. Blandið síðan eggjablöndunni saman við þurrefnin og hrærið rólega í blöndunni í smá stund….
…Dagkrem. Það er möst að eiga gott dagkrem að mínu mati – ég prufaði eyGLÓ frá Sóley um daginn og er ég afskaplega ánægð. Gaman að nota íslenskar vörur, kremið gefur minni húð mjög fínan raka og ég er með þurra húð. Kostar 4000 kr. í flugvélinni sem er alls ekkert hræðilegt miðað við hvað kremið er gott. 🙂 Kremið er 100% náttúrulegt, umhverfisvænt og án allra óæskilegra aukaefna xxx
Þessi ferð – þessi borg! Æði. Ég var sérdeilis heppin með það að mamma mín kom með til Washington. Stutt stopp – en tíminn nýttur vel! Ég var að vinna með ótrúlega skemmtilegri áhöfn og fórum við öll saman út að borða og höfðum það virkilega skemmtilegt saman, komum seint heim og dönsuðum langt fram eftir kvöldi! Mikið fjör. Svo var rise and shine eldsnemma til þess að túristast – og versla pínkupons. Hitinn var yfir 40°stig svo það var ansi heitt…. Washington er dásamleg, ég ætla aftur og þá ætla ég að vera lengur 😉 Stórkostlegar byggingar, allt svo snyrtilegt og hún gjörsamlega faðmar mann þegar að maður kemur. Mikið um gróður – prívat og persónulega þá finnst mér hún pínu Evrópsk. En ég…
Yndislega yndislega veður – ég elska hvað það er búið að vera gott veður undanfarið, helgin fékk þó mínus í veðrakladdann en en, gaman hvað allt verður einfaldara og betra þegar að sólin skín. Í gær fór ég til Stokkhólms og í dag fór ég í Noregsferð, semsé til Bergen og Þrándheims. Bæði morgunflug – ég ætla bara aldrei að læra.. að sofa vel. Svaf í rúma klukkustund fyrir fyrstu morgunvaktina – það var snilld, skreið svo upp í rúm í gær og steinsofnaði ansi snemma, en var þá vel sofin í morgun. Ég ætla að fara að passa upp á svefninn – mikil ósköp sem maður verður ónýtur eftir lítinn svefn. Í kvöld fór ég í mat til ömmu og afa upp í bústað,…
Yndislegar Svo mikið að gera hjá henni Hissa svipurinn hennar er það dúllulegasta sem ég veit um Módel Langaði í kökuna Fallegust
3 dl. Sykur 200 gr. Smjör 4. Egg 3 dl. Hveiti 1,5 tsk. Lyftiduft 2 dl. Haframjöl 3 Bananar 2 dl. Rjómi 2 msk. Vanillu extract ( eða 3 msk. vanilludropar) Þeytið smjör og sykur saman , bætið síðan við einu og einu eggi og þeytið vel í nokkrar mín. Bætið síðan við þurrefnum, bananastöppu og rjómanum og blandið varlega saman við í nokkrar mín. Rjóminn og vanilla extract fara síðast saman við. Hér eru krúttin komin í sætu múffuformin Bakist við 200° í 10 – 15 mín. Krem 60 gr. Smjör 5dl. Flórsykur 1 msk. Mjólk 100 gr. Philadelphia rjómaostur 2 tsk. Vanilla extract (eða 3 tsk. vanilludropar) Öllu blandað saman í nokkrar mín, mér finnst betra að kæla kremið aðeins í ísskáp áður en…