Skóladagar. Það er svo sannarlega að koma október, tíminn flýgur. Dagarnir eru ansi langir. Fer út klukkan sjö á morgnana og er búin í skólanum um fimm – sexleytið. Svo heim, matur, hreyfing og lærdómur. Ef til vill smá tiltekt… en bara smá. Próf, verkefnaskil og mikill lestur = Október. Dásemd. Ég bakaði mér súkkulaðiköku í kvöld – ég var að pirrast yfir verkefni sem er pínu snúið. En hvað haldið þið? Góð súkkulaðikaka kemur skapinu í lag. Nú ætla ég að fá mér kaffibolla, já svona seint. Hér á þessu heimili er nóttin ung. Þarf að sigra þetta verkefni. xxx