Archives

Skóladagar. Það er svo sannarlega að koma október, tíminn flýgur. Dagarnir eru ansi langir.  Fer út klukkan sjö á morgnana og er búin í skólanum um fimm – sexleytið. Svo heim, matur, hreyfing og lærdómur. Ef til vill smá tiltekt… en bara smá.  Próf, verkefnaskil og mikill lestur = Október. Dásemd.  Ég bakaði mér súkkulaðiköku í kvöld – ég var að pirrast yfir verkefni sem er pínu snúið. En hvað haldið þið? Góð súkkulaðikaka kemur skapinu í lag.  Nú ætla ég að fá mér kaffibolla, já svona seint. Hér á þessu heimili er nóttin ung. Þarf að sigra þetta verkefni.  xxx

Grænmetis-lasagne

 Ég er ansi mikið fyrir lasagne, gaman hvað það er hægt að útbúa það á marga vegu. Í kvöld þá lagaði ég mér grænmetis-lasagne í fyrsta sinn. Það lukkaðist vel að mínu mati og gat ég smjattað út í eitt.  Einfalt, fljótlegt, hollt, gómsætt og ódýrt. Erum við ekki annars öll að leitast eftir því?  1 Lítill brokkólhaus 1 Kúrbítur 1 Rauðlaukur 1 Sellerístöng 4 Litlar gulrætur 1 Lítil sæt kartafla 1 Rauð paprika 10 Kirsuberjatómatar 4-5 Sveppir Handfylli af ferskri basilikku Handfylli af ferskri steinselju 1 Dós saxaðir  tómatar 1/4 Krukka af mildri salsa sósu 5-6 msk. Kotasæla Allt grænmetið steikt á pönnu í smá stund, bæti síðan saman við á pönnuna söxuðum tómötum og salsasósunni. Setti eitt glas af vatni saman við, pipar…

Samfélagsmeinið

Það er ósanngjarnt og ömurlegt að lesa frétt um ellefu ára dreng sem tók sitt eigið líf. Ellefu ára gamall, allt lífið framundan. Börn eiga að njóta sín og barndómurinn á að vera besti tíminn. En hvað gerist? Einelti, það er það sem gerist. Einelti er það ferlegasta sem ég veit um. Samfélagsmein sem dregur lífskjarkinn úr fólki. Flestir þurfa að berjast gegn mótlæti í æsku, það veit ég af eigin raun. Þegar að ég var yngri þá fluttum við erlendis og þá var ansi erfitt að falla inn í hópinn. Ég man þegar að ég lagðist á koddann fyrstu dagana og hugsaði “ Jæja þegar að við flytjum aftur heim þá verður allt orðið gott“. Ég beið alltaf eftir lokadögunum því það voru iðulega…

Bröns

 Fékk til mín sætar vinkonur. Laugardagsbröns.  Nóg af kræsingum.. þannig á það að vera   Öglu snilldin. Djúpsteiktur kornflex húðaður camenbert, dásamlega gott með góðri sultu.   Grænmetisbakan   Hekla María í sínum fyrsta vinkonu brönsi.   Fallegar mæðgur   Heklu leið vel hjá Öglu sinni.   Fallegust   Æ hún er eitthvað svo lítil og mikil rófa.  Oreo- ostakakan hennar Helenu var í dessert. Ótrúlega góð! Svona eiga laugardagar að vera – nú er ég afvelta og ætla að kíkja í skólabækurnar. Bubba-tónleikar í kvöld og rólegheit.  xxx

That’s whats cooking my friend!

Fish-fajita Ég ákvað að gera vel við mig í kvöld og fá mér eitthvað ótrúlega gott að borða, fiski fajita er eitt af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ég byrja á því að marinera ýsu. Set olíu í plastpoka (svona nestispoka) bæti síðan við salt, pipar, basiliku, steinselju, rósmarín, nokkrir dropar af tabasco sósu og kirsuberjatómatar. Reyni að skera þá smátt og kreista vökvann úr þeim, gerir þetta ansi djúsí. Ýsan er skorin í litla bita og sett ofan í pokann. Svo hristi ég pokann til og læt þetta blandast vel saman. Inn í ísskáp í nokkrar klst.  Grænmeti steikt á pönnu, hver og einn ræður sínum skammti. Ég steikti rauðlauk, sveppi og paprikku í smástund uppúr olíu. Því næst steikti ég fiskinn…

Vellíðan.

Kannist þið ekki við tilfinninguna þegar að þið hafið ekki komist út til þess að hreyfa ykkur hvað allt getur verið ómögulegt? Þannig er mér búið að líða undanfarna daga. Þreyta, leti og ómögulegheit. Mikil ósköp, ég veit ég hef sagt það ansi oft en ótrúlegt hvað hreyfing gerir gott fyrir sálina. Líka mjög fínt að vera þreytt fyrir miðnætti í stað þess að næturhrafnast fram eftir öllu og detta úr rútínu.  En í kvöld fór ég loksins í zúmba. Hálsinn orðinn fínn og þá er allt einsog það á að vera.  Hreyfing getur öllu breytt. Sagði mér líka ein sniðug kona að besta ráðið við fýlu og pirring er að fara út í göngutúr, ómögulegt að vera í fýlu í göngutúr í fallegu veðri….

Fimmkornabananaspeltbrauð Evu :)

Ég veit ég veit, ein önnur matar/baksturfærslan. Þið megið endilega láta mig vita ef ég er að mat-kæfa ykkur kæru lesendur.  Í dag bakaði ég þetta ágæta bananabrauð, ansi indælt að hafa eitthvað í ofninum á meðan að maður les skólabækurnar. Virkilega huggulegt að taka sér kaffipásu og fá sér eitthvað gott með kaffinu. I love it.  Nýbakað brauð með góðum osti og góðum kaffibolla? Dásemd.  1 egg  2-3 msk Agavesíróp (fer eftir smekk) 2 þroskaðir bananar  250 g spelt ( 125 fínmalað spelt og 125 grófmalað spelt) 1/2 tsk matarsódi  1 tsk salt 1 dl fimmkorna blanda Þeytið eggið og bætið sírópínu saman við. Þeytið það vel saman, því næst stappið þið banana og bætið þeim saman við. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt…

Fatlafól

Ég vaknaði í morgun. Klukkan var að ganga sjö, vakti Hadda og brosti vegna þess að gat lúrað örlítið lengur þar sem ég átti ekki að byrja í tíma fyrr en um hádegi. Well ó well, fór svo loksins frammúr eftir baráttu við snoozið – merkilegt hvað það  getur verið gott að sofa! og fékk mér morgunkaffið og dreif mig í sturtu.. ég er brussa og snéri mér voðalega vitlaust, þar til  hálsinn festist. Svei ó svei, verkurinn eftir því. Ég á svo góða vinkonu hana Öglu sem fór með mig til læknis og sá um að hjúkra fatlafólinu sínu fram eftir degi. Þannig ég komst ekki í skólann og er búin að vera á einni hlið í dag, stundum að vera brussa.  Smoothie og…

1 62 63 64 65 66 80