Archives

Gleðikaka.

Ég er mikil kökumanneskja. Mér finnst fátt betra en ljúffeng kökusneið. Mamma mín var ansi oft með nýbaka köku eftir skólann og það gladdi mig alltaf ansi mikið.  Ég reyni að vera dugleg við það að baka kökur, mér finnst það í raun skemmtilegast af því sem ég baka. Setja hana á fallegan disk og hún gerir heimilið heimilislegra.  Tignarleg og góð kaka bætir og kætir.  Vanillukaka með súkkulaðirjóma, ferskum berjum og hvítsúkkulaðikremi. Ég geri reglulega vanillubotnakökur og uppskrift af þeim botnum finnur þú hér  Súkkulaðirjómi, þið getið notað hvaða súkkulaði sem er en ég notaði venjulegt síríus súkkulaði.  1 dl. Rjómi 100 gr. Súkkulaði Bræðum í potti við vægan hita, setjum blönduna síðan inn í kæli í 30 mínútur.  Þeytum 4 dl. Rjóma og bætum…

Fallegar vinkonur

 Dagurinn hófst með morgunkaffi hjá Edit minni. Það var svo sannarlega huggulegt að hefja daginn á góðu spjalli og ljúffengu bakkelsi. Svo var líka agalega gott að komast í Heklu knús.  Semsé, góð byrjun á ágætum degi sem hefur farið í bókhaldsfjör.   Agla, Edit og Hekla María á spjallinu. xxx Eva laufey Kjaran

Sunnudagur til sælu.

 Helgin var ansi hugguleg. Ég og Haddi höfðum það sérdeilis gott á Hvolsvelli. Í gærkvöldi bauð ég fjölskyldunni í mat. Það vantaði ansi marga en það var þó ansi huggulegt hjá okkur. Mér finnst sunnudagskvöld með fjölskyldunni ómissandi. Ég tengi lambalæri alltaf við sunnudaga en ég eldaði þó kjúkling í gær ásamt tilheyrandi meðlæti, svo borðuðum við rjómabollur í dessert með bestu lyst. Mikil ósköp eru þær dásamlegar, með glassúr, sultutaui og miklum rjóma.  Gott að enda góða viku í góðum félagsskap. Ég vona að þið hafið haft það gott á þessum góða bolludegi.  xxx Eva Laufey Kjaran

Laugardags lunch í sveitinni

 Helgi enn á ný, dásemd. Ég er á Hvolsvelli núna og  hér er virkilega gott að vera. Veðrið er  ótrúlega fallegt og gott svo ég ætla að fara í langan göngutúr á eftir.  Mig langaði í eitthvað létt og gott í hádegismatinn. Ristað brauð með hvítlauk og salati varð fyrir valinu.  Ótrúlega einfalt, svakalega bragðmikið og ljúffengt. Ristaði brauð, lét smjör á brauðið, skar hvítlauk og nuddaði honum á brauðið.  Skar niður tómata, gúrku og lambhagasalat. Setti í skál, muldi fetaost yfir, setti svo pínu olíu og pipar.  Gott og ferskt. Ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina.  xxx Eva Laufey Kjaran

Rómans

Mér finnst Valentínusar-dagurinn krúttlegur. Við elduðum góðan mat og höfðum það huggulegt.  Ég og Haddi erum bæði tvö að uppgötva hvað nautalund er ansi góð. Sem er gaman því við erum með gerólíkan matarsmekk og því er gaman að hafa eitthvað í matinn sem okkur báðum finnst voða gott. Góður matur á þriðjudegi og huggulegheit. Deit heima í stofu!  Ójú, það er alltaf dessert. Vanilluís með Oreo.  xxx Eva Laufey Kjaran

Rómantískar vanillubollakökur með hvítu súkkulaðikremi.

Uppskriftin kemur hér. ca. 20 vanillubollakökur. 226 gr. Mjúkt smjör 450 gr. Sykur 5 Egg 330 gr. Hveiti 4 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 3 dl. Rjómi 2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar) Fræ úr einni vanillustöng Aðferð: Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel saman í ca. 3- 4 mínútur þar til deigið er létt og ljóst. Egg sett út í , eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Takið ykkur aðra skál og blandið þurrefnum saman, mér finnst svo best að sigta deigið saman við blönduna og hræra lauslega með sleif áður en að ég læt hrærivélina sjá um málið. Að lokum er rjómanum, fræjum úr vanillustönginni og vanilla extract blandið vel saman við en mjög varlega. Ég…

Gulrótarkaka með dásamlegu kremi.

Á helgum er nauðsynlegt að baka eina köku, sérlega á sunnudögum. Mamma mín var ansi dugleg við baksturinn þegar að ég var yngri og það var fátt dásamlegra en að sofa út og vakna svo við kökuilm. Ljúffeng kaka kemur skapinu í lag, gott fyrir sálina. Hér kemur uppskrift af Gulrótarköku, svakalega djúsí og góð. Njótið vel! Uppskrift 350 gr. Gulrætur 125 gr. Púðursykur 4 Egg 300 gr. Sykur 110 ml. Olía 1 msk. Vanilla Extract 2 Litlar dósir ananas (saxaðir) 330 gr. Hveiti 1 tsk.  Matarsódi ½ tsk. Salt 4 tsk. Kanil Safi úr ½ sítrónu  Byrjum á því að kveikja á ofninum, stillum hann á 180°C. Rífum gulrætur með rifjárni og blöndum þeim saman við púðursykurinn.   Leggjum blönduna til hliðar í rúma klukkustund….

Helgin að ganga í garð.  Í kvöld ætla ég elda með skemmtilegu fólki og hafa það virkilega gaman.  Á morgun ætla ég líka að elda með skemmtilegu fólki og hafa það  gaman.  Helgarnar eiga snúast um það sem manni þykir skemmtilegt. Helgarnar eru til þess að njóta.  Góða helgi kæru lesendur  xxx Eva Laufey Kjaran

1 51 52 53 54 55 80