Gulrótarkaka með dásamlegu kremi.

Á helgum er nauðsynlegt að baka eina köku, sérlega á sunnudögum. Mamma mín var ansi dugleg við baksturinn þegar að ég var yngri og það var fátt dásamlegra en að sofa út og vakna svo við kökuilm. Ljúffeng kaka kemur skapinu í lag, gott fyrir sálina. Hér kemur uppskrift af Gulrótarköku, svakalega djúsí og góð. Njótið vel!

Uppskrift

350 gr. Gulrætur
125 gr. Púðursykur
4 Egg
300 gr. Sykur
110 ml. Olía
1 msk. Vanilla Extract
2 Litlar dósir ananas (saxaðir)
330 gr. Hveiti
1 tsk.  Matarsódi
½ tsk. Salt
4 tsk. Kanil
Safi úr ½ sítrónu
 Byrjum á því að kveikja á ofninum, stillum hann á 180°C.
Rífum gulrætur með rifjárni og blöndum þeim saman við púðursykurinn. 

 Leggjum blönduna til hliðar í rúma klukkustund.

 Hrærum egg og sykur saman  í nokkrar mínútur.
Ananas, Vanilla extract og Olía

 Bætum því út í eggjablönduna. Setjum sömuleiðis þrjár msk af ananas-safanum í blönduna.
Náum okkur í aðra skál og sigtum hveiti, matarsóda, salt og kanil tvisvar til þrisvar sinnum í gegnum sigtið.

 Blöndum því við eggjablönduna í nokkar mínútur, náum okkur svo í gulræturnar og blöndum því saman við. Síðast en ekki síst fer sítrónusafinn góði!
  Smyrjum form og látum deigið í formið.
Inn í ofn við 180°C í 40 – 45 mínútur. 

Ég notaði hvítsúkkulaðikrem á kökuna, uppskrift finnur þú hér en ég bætti 250 gr. af hreinum Philadelphia rjómaost saman við. 

 Mikilvægt að kæla kökuna mjög vel áður en að við setjum kremið á. 

 Þetta krem er eitt það besta sem ég hef smakkað <3 

Ljúffeng með rjóma. 
Hún er svakalega djúsí og góð. Ég er ótrúlega hrifin af gulrótarkökum og er þessi uppskrift orðin ein af uppáhalds. Mæli hiklaust með að þið prufið. 

Ég vona að þið eigið dásamlegan sunnudag. Gerið vel við ykkur og fáið ykkur eina kökusneið eða svo, jafnvel tvær. Það er nú einu sinni helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)