Kjötbollur með spaghettí og sósu. 500 gr. Nautahakk 1 dl. Brauðmylsna ½ Laukur, smátt niðurskorinn ½ Rautt chili, smátt niðurskorinn 3 Hvítlauksrif, marin 3 msk. Fersk steinselja, söxuð. 1 msk. Fersk basilika, söxuð 1 msk. Rifinn parmesan ostur 1 msk. Ólífuolía 1 Egg Salt og grófmalaður pipar Kryddið nautahakkið með salt og pipar, bætið brauðmylsnu, basilikku, steinselja, lauk, hvítlauk, parmesan, chili olíu og eggi saman við, blandið mjög vel saman og mótið litlar bollur. Steikið í um tíu mínútur við miðlungshita upp úr olíu á stórri pönnu. Mikilvægt að snúa bollunum reglulega við svo þær steikist jafnt. Ég lét þær sömuleiðis inn í ofn við 180°C í fimm mínútur. Berið fram með speghettíi, sósunni og rifnum parmesan. Ljúffeng og einföld pastasósa. 1 msk. Olífuolía 1…