Archives

Taco-og fajita.

Í vikunni þá var taco-og fajita í matinn. Mikil ósköp sem mér finnst það gott. Einfalt, fljótlegt og bragðmikið. Mér finnst agalega gott að nota hakk, kjúkling eða fisk þegar að ég er með þetta í matinn.  Upplagt  að hefja góða helgi með góðum mat. Góða helgi og njótið ykkar um helgina.  Ég minni svo á gjafaleikinn í færslunni fyrir neðan.   xxx Eva Laufey Kjaran

SushiSamba og gjafaleikur.

 SushiSamba  Ég og Agla vinkona mín fórum út að borða á SushiSamba eitt kvöldið. Staðurinn sérhæfir sig í matargerð frá Japan og Suður-Ameríku. Þegar að við komum inn á staðinn þá vorum við komnar til útlanda í huganum.  Andrúmsloftið á staðnum  er þannig og það kunnum við vel að meta. Við byrjuðum á því að fá dásamlega drykki, chili Mojito og ástaraldins Mojito. Við fengum óvissuferð úr Samba eldhúsi og Sushi eldhúsi.  Gómsætir réttir byrjuðu að streyma á borðið okkar, hver öðrum betri. Mjög ólíkir réttir en allir áttu þeir það sameiginlegt að vera framandi, bragðmiklir og ferskir. Framsetningin var mjög skemmtileg og það kunni ég vel að meta, maður gat ekki annað en hlakkað til að smakka réttina. Ég er nokkuð viss um að…

Grænt pestó

Mér finnst pestó alltaf svakalega gott. Mér finnst pestó gott með kjúkling, pasta, fisk og sérlega gott með brauði.  Hægt að nota það með svo mörgu. Sérlega núna eftir páskana, þá þrái ég eitthvað létt og gott. Búin að borða of mikið af kjöti og þungum máltíðum.  Hér kemur uppskrift að grænu pestó.  85 g  Furuhnetur 1 Búnt basilíka 150 g. Parmesan ostur, rifinn 1 Hvítlauksgeirar 1 dl ólífuolía salt og pipar ftir smekk Setjið allt í matvinnsluvél, smakkið ykkur til og frá með salt og pipar.  Einfaldara verður það ekki. Sérlega gott pestó sem á alltaf vel við.  xxx Eva Laufey Kjaran

Gleðilega páska

Í hélt ég smá páskakaffi og bauð meðal annars upp á þessa súkkulaðiköku með gulu kremi.  Ég prufaði að laga vanillubúðing frá dr.Oetker og lét búðingin á milli kökubotnanna ásamt ferskum jarðaberjum og hvítu súkkulaði sem ég reif niður.  Virkilega huggulegt og heimsins best að vera með famelíunni.  Ég vona að þið hafið það huggulegt um páskana.  xxx Eva Laufey Kjaran

Chilikjötbollur með spaghettí og sósu.

Kjötbollur með spaghettí og sósu.  500 gr. Nautahakk 1 dl. Brauðmylsna ½ Laukur, smátt niðurskorinn ½ Rautt chili, smátt niðurskorinn 3 Hvítlauksrif, marin 3 msk. Fersk steinselja, söxuð. 1 msk. Fersk basilika, söxuð 1 msk. Rifinn parmesan ostur 1 msk. Ólífuolía 1 Egg Salt og grófmalaður pipar Kryddið nautahakkið með salt og pipar, bætið brauðmylsnu, basilikku, steinselja, lauk, hvítlauk, parmesan, chili olíu og eggi saman við, blandið mjög vel saman og mótið litlar bollur. Steikið í um tíu mínútur við miðlungshita upp úr olíu á stórri pönnu. Mikilvægt að snúa bollunum reglulega við svo þær steikist jafnt. Ég lét þær sömuleiðis inn í ofn við 180°C í fimm mínútur. Berið fram með speghettíi, sósunni og rifnum parmesan.  Ljúffeng og einföld pastasósa. 1 msk. Olífuolía 1…

Apríl!

Ég vaknaði í morgun við fuglasöng og sólargeisla. Hjartað mitt fylltist af gleði, ég stökk upp úr rúminu, kveikti á kaffikönnunni og út á pall. Vissulega var hitastigið ekkert ótrúlega hátt en ég náði mér bara í peysu. Settist út með kaffi, safa og matreiðslublöð í leit að innblástri. Það var ansi notaleg byrjun á deginun. Í vikunni þá ætla ég að elda, baka, njóta, hlaupa, læra og hafa það huggulegt. Páskafrí að skella á og famelían heima við.  Einnig verður gjafaleikur á blogginu svo ég hvet ykkur til að fylgjast með.  Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag.  xxx Eva Laufey Kjaran

Bruschetta með tómötum

Í dag var bröns hjá mömmu. Brauð, ostar, allskyns álegg, ávextir og svo kanillengja með kaffinu.  Ég lagaði bruschettu með tómötum. Fersk og dásamlega góð! Mér finnst bröns með þessu ívafi heldur betri heldur en sá með ensku ívafi. Bruschetta, hráskinka með melónu, brauð með ítölskum ostum og grænmeti.  Ljúúúúffeng byrjun á góðum sunnudegi.  Uppskrift dagsins er því Bruschetta með tómötum 5 stórir tómatar 3 – 4 Hvítlauksrif 2 msk. Olífu Olía 2 tsk. Balsamik Edik 8 – 10 Basilikkulauf Salt og pipar 1 msk. Olía Fínt snittubrauð  1.       Hitið vatn að suðu, skerið þrjá tómata í helming. Setjið þá ofan í sjóðandi vatn í um það bil 30 sekúndur, takið þá síðan upp úr og þerrið vel.  Saxið tómatana smátt ásamt fersku tómötunum sem…

1 48 49 50 51 52 80