Ég vaknaði í morgun við fuglasöng og sólargeisla. Hjartað mitt fylltist af gleði, ég stökk upp úr rúminu, kveikti á kaffikönnunni og út á pall. Vissulega var hitastigið ekkert ótrúlega hátt en ég náði mér bara í peysu. Settist út með kaffi, safa og matreiðslublöð í leit að innblástri. Það var ansi notaleg byrjun á deginun.
Í vikunni þá ætla ég að elda, baka, njóta, hlaupa, læra og hafa það huggulegt. Páskafrí að skella á og famelían heima við.
Einnig verður gjafaleikur á blogginu svo ég hvet ykkur til að fylgjast með.
Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag.
xxx
Eva Laufey Kjaran