Apríl!

Ég vaknaði í morgun við fuglasöng og sólargeisla. Hjartað mitt fylltist af gleði, ég stökk upp úr rúminu, kveikti á kaffikönnunni og út á pall. Vissulega var hitastigið ekkert ótrúlega hátt en ég náði mér bara í peysu. Settist út með kaffi, safa og matreiðslublöð í leit að innblástri. Það var ansi notaleg byrjun á deginun.

Í vikunni þá ætla ég að elda, baka, njóta, hlaupa, læra og hafa það huggulegt. Páskafrí að skella á og famelían heima við. 
Einnig verður gjafaleikur á blogginu svo ég hvet ykkur til að fylgjast með. 
Ég vona að þið eigið ljúfan mánudag. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • Takk fyrir æðislegt blogg! Er búin að gera 2 kökur eftir þig sem heppnuðust rosalega vel! Næst er það vanillubollakökurnar, en fyrst ætla ég að redda mér svona kökuskreytingardóti. Vil hafa þær svona fínar 😉
    Má ég koma með ábendingu um blogg?
    Ég er rosalega forvitin um áhöldin þín sem þú notar. T.d. kökuform (sumir með silicon, aðrir gömlu góðu).. þ.e.a.s. ef þú ert með eitthvað svona sniðugt í pokahorninu 😉
    -S

    • En gaman að heyra að þú prufir uppskriftirnar 🙂 Takk fyrir þá ábendingu og ég mun svo sannarlega koma til með að blogga um áhöldin. 🙂

      Takk fyrir að kíkja við og gleðilega páska

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *