Archives

Límónukókos Cupcakes

Ég geri ansi oft vanillu cupcakes en ákvað að breyta til í dag og lagaði mína tegund af límónukókos cupcakes. LímónuKókos cupcakes. ca. 22 kökur 200 g smjör 3 dl sykur 4 egg 5 dl hveiti 1 ½ tsk. lyftiduft 4 dl Kókosmjólk Rifinn börkur af einni límónu Safi úr einni límónu 2 msk. Vanilla Extract ( eða vanilludropar) Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél og bætið síðan eggjum saman við, einu í einu (Helst að hræra hvert egg í tvær mínútur áður en þið bætið næsta eggi við). Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál og sigtið blönduna þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti. Bætið hveitinu og kókosmjólk saman við smjörblönduna í smáskömmtum. Bætið vanilla extract,límónusafa og…

Kotasæludraumur

Ég hef örugglega bloggað tvisvar ef ekki þrisvar um þessa dásemd sem þið sjáið hér á myndinni fyrir ofan. Hrökkbrauð með osti, kotasælu, grænmeti, salti og pipar. Jummí! Hollt og gott, ég elska að fá mér þetta í hádeginu eða í raun hvenær sem er.  Mæli með að þið prufið – þetta er svo sáraeinfalt og ljómandi gott.  Kláraði fyrsta prófið í morgun þannig ég ætla að baka nokkrar bollakökur sem ég er búin að vera með á heilanum á meðan að hagfræðilestri stóð, þannig ég verð að prufa að baka þær svo ég einbeiti mér betur að markaðsfærslulestrinum sem hefst í dag. Þannig endilega fylgist með – ef baksturinn heppnast vel þá kemur auðvitað uppskriftin hingað inn.  xxx Eva Laufey Kjaran

Kornbrauð

Ég sá svo girnilega uppskrift af brauði um daginn og ákvað að prufa að laga mína útgáfu, henti út hvítu hveiti og bætti inn frekar mikið af kornum. Brauðið var sérlega gott og sérstaklega þegar að það var nýkomið út úr ofninum, fátt betra í morgunsárið en nýbakað brauð. Mjög einföld uppskrift, þið getið notað þau korn sem að ykkur þykir best og um að gera að prufa sig áfram.  Kornbrauð 170 gr. Grófmalað spelt 80 gr. Haframjöl 1 1/2  dl. Létt ab mjólk 2 dl. Mjólk 1 tsk. Lyftiduft 1/2 tsk. Salt 2 msk. Sólblómafræ 2 msk. Sesamfræ 2 msk. Graskersfræ 1 msk. Mjólk til að pensla með 2 – 3 msk. Blönduð fræ til að strá yfir brauðið.  Setjið þurrefni saman í skál…

Sumardagurinn fyrsti

 Sumardagurinn fyrsti hófst með lestri fyrir blessuð prófin en um kaffileytið þá tók ég fagnandi á móti sumrinum ásamt vinkonum mínum og litla vini mínum honum Rúrik. Við prufuðum nýja kaffimatseðilinn á Galító og allt var rosalega gott. Virkilega skemmtilegt eftirmiðdegi. En nú hefst hagfræðifjör á ný. Ég vona að þið hafið átt ljúfan dag. Gleðilegt sumar.  Fallegar systur. Saga Dís og Hekla María. Yndislegi Rúrik og Helena.  Ansi flottar mæðgur. xxx Eva Laufey Kjaran

Að slá um sig

 Í dag náði ég að hitta dásamlega vini, borða með þeim og hlæja mikið.  Það er nauðsyn að hitta góða vini! Sérstaklega á meðan próflestri stendur, gefur manni auka kraft í að lesa fleiri blaðsíður. Hlátur og gleði hafa góð áhrif á heilann!   Ég og Guðrún Selma nutum þess að borða Sushi í hádeginu, förum reglulega á sushi deit og það er alltaf jafn huggulegt og skemmtilegt.  Ég og Stefán Jóhann kíktum á búlluna eftir að hafa kíkt í útgáfuteitið hennar Sólveigu. Hún var að gefa út bókina Korter og ég hlakka ótrúlega mikið til að lesa þá bók. Huggulegur dagur og sólin skein. Sumarið kemur á morgun, ég ætla að vakna snemma og taka vel á móti því. xxx Eva Laufey Kjaran

Good morning!

Mánudagur. Ný vika, spennandi vika! Ég vaknaði eftir snooze stríð og sá að sólin skein, hamingja. Ég útbjó mér góðan morgunmat, drakk gott kaffi og fór í gegnum fréttasíður. Mér finnst agalega huggulegt á byrja daginn nákvæmlega svona. Ég bakaði brauð í morgun, stútfullt af kornum. Uppskrift kemur inn á bloggið í vikunni. Það tók mig líklega styttri tíma að baka brauðið en að fara út í búð og kaupa brauð. Dagurinn í dag fer í lærdóm, útihlaup og bakstur í kvöld. Ég er mjög spennt fyrir bakstrinum því ég ætla að prufa nýja rétti. Þið fáið auðvitað uppskrift af þeim réttum þegar þar að kemur.              Létt ab mjólk með agave, hörfræjum, ástaraldin og jarðaberjum.                     Nýbakað brauð  smá smjöri, eggjum, papriku og pipar. Ég vona að þið…

Oreo Cupcakes

12 Dásamlegar Oreo cupcakes 125 gr. Smjör 2 dl. Sykur 2 Egg 1 dl. Mjólk 3 dl. Hveiti 1,5 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Vanillusykur (Eða vanilla extract) 50 gr. Oreo kexkökur, mulið í grófa bita.  1. Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri, blandið síðan einu og einu eggi út í.  3. Bætum einu og einu eggi saman við, gott að hræra fyrsta eggið saman við í tvær mínútur og bæta síðan hinu við.  4. Blandið þurrefnum saman í aðra skál þ.e. hveiti, vanillusykur og lyftiduft. Sigtið þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti.  5. Síðan er hveitiblöndunni og mjólkinni blandað saman við smjörblönduna, smátt og smátt.  Eftir nokkrar mínútur verður áferðin silkimjúk og þá er tími til að blanda oreo kökunum saman við í…

1 47 48 49 50 51 80