Archives

Magnolia Bakery

Í júlí þá fór ég til New York og kíkti meðal annars  í Magnolia Bakery. Dásamlegra bakarí hef ég ekki séð, allt svo fallegt og krúttlegt. Ég hefði geta eytt mörgum tímum þarna inni í smakk og dúllerí.  Eins og þið sjáið á myndunum þá var ég með eindæmum vandræðalegur túristi, fyrir mér var þetta ábyggilega jafn merkilegt og þegar fólk fer upp í Empire state og tekur margar myndir.  Kökuhimnaríki og ég bara varð að taka myndir til þess að deila með ykkur, jú líka svo ég gæti skoðað þær aftur og aftur.  Mæli innilega með því að þið farið í þetta dásamlega bakarí og smakkið bakkelsið, mæli sérstaklega með banana búðingnum. Sá búðingur er undur! Ég keypti mér kökubókina frá þeim og hlakka…

Sumardagur

 Veðrið er búið að vera dásamlegt í dag, ég fór í klippingu og átti huggulegt deit með vinkonu minni í Reykjavíkinni.   Þegar heim var komið þá vorum við bróðir minn svo asskoti dugleg í garðinum, settum niður blóm og reittum arfa. Það kalla ég duglegt fólk!  Ég er alls ekki dugleg að dúllast í garðinum, ég var einu sinni dugleg í bæjarvinnunni en þá fékk starfsmaður vikunnar snúð og kakómjólk, þá var hart barist og ég komst í vinnustuð.  Eins vandræðilegt og það nú hljómar. Góð og gild saga engu að síður.  Ég vona að þið hafið átt góðan dag í blíðunni  Líf og fjör í miðborginni, listamenn nutu sín.  Anna Margrét var virkilega ánægð með listina.  Falleg sumarblóm Arfareitarinn sem fékk ekki snúð fyrir…

Súkkulaðidraumur

 Súkkulaðidraumur  Elsku bróðir minn á afmæli í dag og því bakaði ég handa honum súkkulaðiköku.  Ég notaði þessa uppskrift, ég tvöfaldaði þessa uppskrift og bakaði fjóra botna.  Ég bætti smá kakói við tvo botna svo þeir voru fremur dökkir.  Súkkulaðikaka á alltaf vel við og var hún ansi ljúf með köldu mjólkurglasi. Bleikt þema í kökuboðinu , afmælisbarnið óskaði eftir því.   Honum Gumma finnst systir sín aldrei vandræðileg, þá meina ég aldrei.  En afmælisdrengurinn var ánægður með kökuna sína.  Ég vona að þið eigið góðan dag  xxx Eva Laufey Kjaran

New York

New York í sólarhring. Ég flaug einu sinni til New York í fyrra og var þetta því í annað sinn sem ég kem til borgarinnar, gaman að koma aftur og svo mikið að skoða. Ég hefði auðvitað verið meira en til í að vera lengur, ég náði þó að skoða margt á stuttum tíma, borðaði líka rosalega mikið af góðum mat. Ég er orðin ferlega góð í því að smakka sem mest á stuttum tíma. Það var yfir 30°C stiga hiti og ég ákvað að eyða ekki mikið af tímanum í búðum, heldur naut þess að labba um borgina og smakka allskyns góðgæti.  Við fórum út að borða á veitingastaðnum Koi. Dásamlegt sushi og ótrúlega flottur staður, mæli hiklaust með þessum stað ef þið eruð…

New York

 Byrjaði gærdaginn á því að fara í Magnolia Bakery, komst í kökuvímu, keypti mér krúttlegar bollakökur og límónaði, fann mér góðan stað í Central park, sólaði mig, borðaði kökur og skoðaði nýju kökubókina mína sem ég keypti í þessu dásamlega bakarí. Ég hef sjaldan verið jafn sátt og sæl á einu augnabliki. Um helgina ætla að baka köku í stíl við Magnolia.  En nú ætla ég að drífa mig út og eyða kvöldinu með elsku vinkonum mínum, það verður stuð.  Ég vona að þið eigið góða helgi   xxx Eva Laufey Kjaran

Súkkulaðimús

Mér finnst fátt huggulegra en að fá góða vini í mat til mín, ég reyni að vera dugleg að halda smá matarboð eða kaffiboð af og til, það eitt að setjast niður með góðum vinum, borða mat og spjalla frá sér allt vit gerir manni svo gott. Gott fyrir líkama og sál.   Matur er fyrir mér sameiningarkraftur, ef til vill hljómar þetta klisjulega en það eru oft bestu og huggulegustu stundirnar sem ég á með fjölskyldu minni og vinum eru einmitt yfir matarborðinu.  Að njóta þess að borða og vera saman skiptir öllu máli.  Uppáhalds forrétturinn minn, Bruchetta með tómötum.  Hér finnið þið uppskrift Hvítlauksbrauð með osti, Haraldur fær líka forrétt 🙂  Kjúklingabringur úr Einarsbúð.  Ofnbökuð Ýsa. Uppskrift fylgir hér að neðan, að vísu…

Þjóðhátíðarboð

Mæli svo sannarlega með nýjasta tölublaði Gestgjafans, undir berum himni. Sumarlegar uppskriftir og sumarkokteilar ráða ríkjum í þessu tölublaði.  Ég gerði þátt um þjóðhátíð, þjóðhátíðarboð. Nokkrar uppskriftir sem eiga vel við á  þjóðhátíðardaginn. Ég vona að morgundagurinn verði ykkur góður því við eigum svo sannarlega að njóta hans, dagur okkar Íslendinga og okkur ber að fagna honum með pompi og prakt.  Hipp Hipp Húrra xxx Eva Laufey Kjaran

Minneapolis

Kom heim í morgun frá Minnepolis. Fór þangað í fyrsta sinn í fyrra svo það var gaman að koma aftur, ansi hugguleg borg. Var svo heppin að vera með góðu fólki svo ferðin var mjög skemmtileg.   Borðuðum á dásamlegum stað, í forrétt fengum við bruschettu sem var algjört æði.  Þetta pasta..þetta pasta. Ég hef ekki hætt að hugsa um það, þvílíkt gott.   Svo gaman að vera með Ingibjörgu elsku  Ansi sátt með gúrme súkkulaðiköku  Ætluðum aldeilis að slá um okkur og panta  einn drykk í eftirrétt, völdum líklega einn versta drykk sem sögur fara af og okkur fannst það fyndið. Tókum einn sopa, borguðum of mikið fyrir drykkinn og fórum upp á hótel.    Sprækar morgunin eftir í Mall of America, sem er svakalegt.  Huggulegur…

Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar og sætar bollakökur. Þessar bollakökur eru einstaklega einfaldar. Mér finnst voðalega gaman að baka bollakökur og skreyta þær. Þær eru  einstaklega góðar nýkomnar út úr ofninum með engu kremi, nýbökuð bollakaka og ísköld mjólk. Fátt sem jafnast á við það. Það er hægt að bæta berjum við þessa uppskrift t.d. jarðaberjum eða bláberjum, fer allt eftir smekk hvers og eins. Mæli með að þið prufið ykkur áfram – möguleikarnir eru endalausir.  Njótið vel.  Sítrónu bollakökur með sítrónukremi  U.þ.b. 12 – 14 bollakökur 280 g hveiti 1 tsk lyftiduft 115 g sykur 2 egg 250 ml mjólk 85 g smjör (brætt smjör) Rifinn börkur af 1 sítrónu Hitið ofninn í 200°C.  Sigtið hveiti og lyftiduft saman, tvisvar til þrisvar.  Blandið sykrinum saman við.    Pískið egg léttilega…

1 43 44 45 46 47 80