Ítalskt brauð Þetta brauð er ósköp einfalt. Uppskriftin hennar mömmu, hún bakaði oft svona brauð handa okkur þegar við vorum yngri og jú hún bakar enn fyrir okkur þetta góða brauð, ekki eins oft þó. Ég sakna þess að koma heim eftir skóla í nýbakað bakkelsi, ójæja good old times! En þetta brauð er aldrei eins, það er það skemmtilega við þessa uppskrift. Það er hægt að bæta við öllu því sem að manni dettur í hug. Að þessu sinni fór ég í Hagkaup og valdi mér dýrindis antipasti, það er fátt girnilegra en antipasti borðið í Hagkaup. Þessi uppskrift gerir tvö brauð, miðlungs stór. Afhverju Ítalskt brauð? Jú brauðið varð nú að fá eitthvað nafn. 500 g hveiti 1 bréf þurrger 100 g smjör…