Archives

Ítalskt brauð

Ítalskt brauð  Þetta brauð er ósköp einfalt. Uppskriftin hennar mömmu, hún bakaði  oft svona brauð handa okkur þegar við vorum yngri og jú hún bakar enn fyrir okkur þetta góða brauð, ekki eins oft þó. Ég sakna þess að koma heim eftir skóla í nýbakað bakkelsi, ójæja good old times! En þetta brauð er aldrei eins, það er það skemmtilega við þessa uppskrift. Það er hægt að bæta við öllu því sem að manni dettur í hug. Að þessu sinni fór ég í Hagkaup og valdi mér dýrindis antipasti, það er fátt girnilegra en antipasti borðið í Hagkaup.  Þessi uppskrift gerir tvö brauð, miðlungs stór.  Afhverju Ítalskt brauð? Jú brauðið varð nú að fá eitthvað nafn.  500 g hveiti  1 bréf þurrger 100 g smjör…

Sumarið yndislega

Sumarið er ansi yndislegur tími, verst hvað það líður alltof hratt.   Haddi kom með mér í stopp til New York í júlí og ég er búin að fara í tvö brúðkaup í júlí.  Mig langaði til þess að deila með ykkur fáeinum sumarmyndum sem ég átti í símanum.   Hádegisdeit í Soho, ansi fínt.  Í Rockefeller center  Una Lovísa vinkona var dásamlega falleg brúður  Ljúffengir ostar og vín á Hótel Rangá Sumarið er tíminn, það er bara þannig. xxx Eva Laufey Kjaran

Jómfrúin

Ég elska að hafa mömmu á landinu, við förum reglulega saman í hádegismat á Jómfrúnni í Reykjavík, Uppáhalds staðurinn minn til þess að fara á í hádeginu. Dásamleg smörrebröð og góður matur. Dönsk og hugguleg stemmning.  Ég fæ mér nánast alltaf það sama, sama hvað ég reyni að prufa nýjar brauðtegundir þá finnst mér alltaf þessar tvær bestar. Með camenbert og beikoni og hin með lambasteik. Delishiös! Virkilega huggulegt hádegi með mömmunni minni xxx Eva Laufey Kjaran

Súkkulaðibitakökur með hvítu og dökku súkkulaði.

Súkkulaðibitakökur Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það er líka sérlega gott ef maður er í miklu stuði að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina, pakka deiginu sem þið ætlið ekki að nota í plastfilmu og láta inn í frysti. Þá er svo ansi fínt að grípa til ef kökuþörfin kallar skyndilega eða þið fáið góða gesti í heimsókn.  Ég mæli með því að þið prufið þessa uppskrift. Þið getið líka bætt hnetum við eða því sem ykkur dettur í hug. Súkkulaðibitakökur u.þ.b. 14 –…

Hollt túnfisksalat

 Hollt og gott túnfisksalat Þetta salat er verulega einfalt að búa til, ég er ótrúlega mikið fyrir salöt ofan á hrökkbrauð eða brauð. En það gerir víst lítið fyrir línurnar að borða eintóm mæjónes salöt svo það er gott að breyta til frá hinu týpíska túnfisksalati í hollari salat. Að mínu mati er hollari kosturinn betri og bragðmeiri.  Hér kemur einföld uppskrift, ef uppskrift má kalla, ég dassaði mig til og notaði það sem ég átti inn í ísskáp. Þannig aðal galdurinn er að smakka sig áfram. En í þetta salat hjá mér fór eftirfarandi; Avókadó Íslenskt salat Túnfiskur í vatni Paprika Chilli  Rauðlaukur Agúrka Salt og hvítlaukssalt Nokkrir dropar af sítrónusafa Ég skar grænmetið mjög smátt, blandaði túnfisknum saman við, kreisti smá sítrónusafa yfir…

Djúsí ananas eftirréttur

Þessi eftirréttur er algjör sumarsnilld, einfaldur og ljúffengur.  6- 8 sneiðar ferskur ananas 4 msk smjör, brætt 3 msk púðursykur 1 tsk kanill Hitið grillið eða pönnuna , skerið ananasinn í sneiðar. Blandið smjörinu, púðursykrinum og kanil saman. Penslið ananasinn með kanilblöndunni og grillið/steikið  þá í svolitla stund. Setjið ávextina á álbakka ef þið ætlið að grilla þá og látið þá bakast aðeins lengur.  Berið ananasinn fram með ís, súkkulaði-eða karamellusósu og stráið ef til vill smá kókosmjöli yfir eða hnetum. Ferlega gott! Ég mæli með að þið prufið.  Ég vona að þið hafið átt góðan dag í sólinni xxx Eva Laufey Kjaran

Boston

Boston  Ég fór í fyrsta skipti til Boston um daginn. Borgin er ansi hugguleg, róleg og fín. Mjög evrópuleg að mínu mati. Veðrið var ansi ljúft og það var gaman að rölta um borgina í sumarkjól. Ég fór ásamt samstarfsfólki mínu í „duck tour“ um borgina, það er ansi skemmtileg leið til þess að skoða þessa fallegu borg. Bíll sem keyrir og siglir, það var fjör. Mæli með því að þið skellið ykkur í slíka ferð um borgina ef þið eruð á leiðinni til Boston.  Ég hefði svo sannarlega viljað vera lengur en vonandi fer ég þangað fljótlega aftur.   Á hótelinu í sumarsælunni   Stundum að gera vel við sig í mat, tacos.   Gott veður, nammigóður drykkur frá starbucks, smá búðarrölt og huggulegheit.  Fólk að kæla…

Sushi kvöld

Í vikunni þá gerðum við vinkonurnar sushi og áttum ansi gott kvöld saman. Það er lang skemmtilegast þegar að allir dúlla sér saman við að gera matinn. Við borðuðum á okkur gat og meira til, drukkum smá vín og höfðum gaman.   Ferskur lax, túnfiskur, krabbi og rækja.   Stelpurnar mjög duglegar og einbeittar að skera.   Agla og Erna ánægðar með matinn  Tempura rúllur. Ein rúlla með lax og hin með rækju. Dásamlega gott, það er svolítið þannig að allt sem er djúpsteikt er gott.   Spicy tuna rúlla, uppáhalds. Ég var þó ekki alveg hundrað prósent ánægð með rúlluna, fyrsta skipti sem ég prufaði að búa til hana þannig ég ætla að búa hana til fljótt aftur og þá læt ég uppskrift fylgja.  Ferskur túnfiskur, graslaukur, spicy…

Orku boozt

Orkuboozt dagsins, grænn og góður. Ljúffeng byrjun á deginum  Handfylli spínat, 1/4 mangó, 1/2 banani, 1 msk hörfræ, rifinn engiferrót og 200 ml kókosvatn.  Mikið er veðrið gott! Ég elska það. Nú ætla ég að koma mér vel fyrir á pallinum með eina bók áður en ég fer í vinnuna, Boston í dag.  Ég vona að þið eigið góðan dag í blíðunni xxx Eva Laufey Kjaran

1 42 43 44 45 46 80