Archives

Að skottast af stað…

Eftir sumarhuggulegheitin þá getur verið erfitt að koma sér í rútínu. Við bíðum eftir því að komast í sumarfrí.. svo bíðum við eftir því að komast í rútínu. Við erum nú svolítið fyndin, við erum alltaf að bíða. Að mínu mati er best að setja sér markmið fyrir hverja viku, ég skrifa markmiðin mín niður í dagbókina mína.Það er mikilvægt að setja sér raunsæ markmið, byrja rólega og auka svo við sig. Það er svo sannarlega erfitt að byrja og það er ekkert sérlega skemmtilegt að koma sér í form, nú tala ég bara fyrir mig sjálfa. Það er svo dásamleg tilfinning að fara úr erfiðum 3 km í góða 10 km. Svo erfiðin eru þess virði, það er fyrir öllu að líða vel í líkama…

Helgin mín

Helgin er búin að vera fljót að líða. Ég er búin að hafa það ansi huggulegt hér heima við og í sumarbústað með yndislegum vinum. Það er fátt skemmtilegra en að fara upp í bústað með góðum vinum. Borða góðan mat, spila, drekka vín, fara í pottinn og hafa það almennt ansi gaman. Veðrið var líka yndislegt og umhverfið svo ótrúlega fallegt. Ég elska haustið og sjarmann sem fylgir haustinu Litagleðin í náttúrunni er svo falleg. Ég fékk mér smá göngutúr í dag áður en að ég fór heim. Það er ekkert eins gott og að labba um í sveitinni, kyrrðin er ótrúlega þæginleg og maður nær að slappa alveg af. Mér líður allavega afskaplega vel upp í bústað og ég þarf að vera duglegri…

Kjúklinganúðluréttur

Að mínu mati er nauðsyn að hefja helgina á því að fá sér góðan mat. Föstudagsmatur á að vera einfaldur , fljótlegur og ansi góður auðvitað. Mér finnst ótrúlega gott  að nostra aðeins við matinn og njóta þess að sigla inn í helgina. Maðurinn minn gaf mér ansi gott rauðvín í gær og því var drukkið eitt glas af góðu víni með matnum. Góður matur og gott er uppskrift að ansi notalegu kvöldi.  Ég fæ sjaldan löngun í núðlur en fékk slíka löngun í gær og útbjó því kjúklinganúðlurétt. Vissulega af einföldustu gerð. Hefði ég haft tíma þá hefði ég nú dúllað meira við matinn, t.d. marinerað kjúklinginn eða búið til sósuna frá grunni. Það er nú önnur saga, en maturinn var virkilega góður og…

Lífið instagrammað…

Tólf myndir af instagram…   1. Morgunhuggulegheit. Matarblöð og góður kaffibolli. 2. Systur fyrir utan Alþingi, prúðbúnar  3. Matur hjá ömmu, best í heimi 4. Ljúffengur capp!  5. Orðin stutthærð!  6. Vanilluskyrkaka með ferskum berjum og kókos   7. Kaffihúsadeit með manni mínum 8. Hádegisdeit með fögrum vinum   9. Æfing dagsins í dag 10. Knúsaði litla vin minn hann Ólaf Dór í dag, yndislegur 11. Grænt boozt 12. Föstudags huggulegheit, kjúklinganúðluréttur og rauðvín xxx Eva Laufey Kjaran

Góð byrjun á deginum

Það er ansi ljúft að byrja daginn á því að fá sér góðan boozt. Ég reyni að vera dugleg að búa til b oozt áður en ég fer í skólann en vissulega er ekki alltaf tími til þess. Þá daga sem ég næ að gera mér boozt þá líður mér ótrúlega vel. Það er nauðsynlegt fyrir líkamann að fá góða næringu áður en lagt er af stað út í daginn…  Berja boozt  1 bolli frosin blönduð ber 1 bolli frosin jarðaber 1 banani 1 msk hörfræ 1 lítil dós vanilluskyr ca. 150 ml superberries safi Allt saman sett í blandarann í nokkrar mínútur.  Ég átti nokkur fersk jarðaber og lét nokkur ber ofan á booztið.  Virkilega ferskt og gott boozt. Blandan dugir vel í tvö…

Sænskir kanilsnúðar með glassúr

Sænskir kanilsnúðar eru sérlega góðir snúðar sem fanga augað. Í Svíþjóð er árlega haldin „kanelbullans dag“ þann 4 október. Október nálgast og því er tilvalið að setja á sig svuntuna og baka nokkra ljúffenga sænska kanilsnúða.  Uppskriftirnar af sænskum kanilsnúðum eru ótal margar, ég var lengi vel að dúlla mér á internetinu að skoða uppskriftir. Ég fann eina sem mér leist mjög vel á,  ég átti til flest hér heima fyrir sem þurfti til þannig ég þurfti ekki að byrja á því að fara út í búð. Mér finnst alltaf svo ánægjulegt að sleppa við það. Að geta bara dúllað mér áfram í náttfötunum, bara svona týpískir huggulegir sunnudagar.  Snúðarnir heppnuðust mjög vel að mínu mati og ég mæli með að þið prufið.  Sænskir kanilsnúðar …

Lasagne

Lasagne er einn af mínum uppáhalds réttum. Þetta er réttur sem klikkar sjaldan og hann er í raun aldrei eins. Það eiga flestir sínar eigin útgáfur af lasagne. Ég hef verið að prufa mig áfram með mína útgáfu af lasagne og ég er orðin býsna ánægð með réttinn. Að þessu sinni þá gerði ég ekki Bechamel sósuna vegna þess að ég var með svo mikið af ostum. Bechamel sósan er þó ansi ljúffeng í lasagne.  Lasagne er alltaf gott og sannkallaður fjölskylduréttur. Ég veit ekki um marga sem myndu slá hendinni á móti góðu lasagne. Er nokkuð til betri leið en að hefja góða helgi en að hóa til sín fjölskyldunni og bjóða þeim upp á ljúffengt lasagne? Þannig eiga föstdagskvöld að vera að mínu…

Klúbbablaðið

Klúbbablaðið, nýjasta tölublað Gestgjafans er virkilega girnilegt. Það er fátt huggulegra en að fletta í gegnum girnileg matreiðslublöð og enn huggulegra að prufa uppskriftirnar. Allar uppskriftirnar sem eru að finna í þessu tölublaði eru að mínu mati einfaldar og þæginlegar.  Ég og vinkonur mínar héldum Babyshower handa Evu vinkonu sem er núna orðin móðir, lítil falleg stúlka kom í heiminn fyrir nokkrum dögum. Babyshowerið tókst vel til og var ansi skemmtilegt. Mini-ostakökur, mini-samlokur, sítrónubitar, kökupinnar, límonaði og meira til. Þetta var frábær dagur með elsku vinkonum mínum. Ég mæli eindregið með klúbbablaðinu. Bætir og kætir.  xxx Eva Laufey Kjaran

Smurbrauð og notalegheit

Ég hef nú margoft tekið myndir af fallega matnum á Jómfrúnni og sagt ykkur frá því að við mamma og amma förum reglulega þangað þegar mamma er á landinu. Systir mín hún Maren kemur líka með okkur þegar að hún er heima, verst að hún var ekki með okkur í þetta sinn. Það hefði verið reglulega huggulegt. Við fáum ekki nóg af þessum ljúffenga mat á Jómfrúnni og dönsku stemmningunni sem ríkir þar. Virkilega huggulegt og mæli ég innilega með því að þið farið þangað og smakkið dásamlegu smurbrauðin. Ég reyni að vera dugleg að hitta fjölskylduna mína og vini í hádeginu. Það brýtur svo sannarlega upp daginn. Suma daga hefur maður ekki mikinn tíma en það þarf ekki að vera mikill tími til að…

Sunnudagur til sælu

Sit hér í rólegheitum í stofunni að drekka kaffi á nákvæmlega sama stað og ég drakk morgunkaffið mitt fyrir klukkan níu í morgun, að fletta í gegnum sömu matarblöðin, fæ aldrei nóg af girnilegum matarblöðum.  Þessi helgi er búin að vera svo fljót að líða. Það hefur verið nóg að gera þessa helgina. Á föstudaginn þá steig ég algjörlega út úr þægindarammanum, var búin að vera svolítið stressuð en fann svo að lokum hvað það er nú gott að stíga út úr þægindarammanum. Ég er staðráðin í því að við lærum mest á því. Það er líka svo gaman þegar að maður fylgir því sem manni finnst gaman að gera og allt verður miklu skemmtilegra, þó svo að því fylgi stress og annað slíkt. Þá er…

1 39 40 41 42 43 80