Eftir sumarhuggulegheitin þá getur verið erfitt að koma sér í rútínu. Við bíðum eftir því að komast í sumarfrí.. svo bíðum við eftir því að komast í rútínu. Við erum nú svolítið fyndin, við erum alltaf að bíða. Að mínu mati er best að setja sér markmið fyrir hverja viku, ég skrifa markmiðin mín niður í dagbókina mína.Það er mikilvægt að setja sér raunsæ markmið, byrja rólega og auka svo við sig. Það er svo sannarlega erfitt að byrja og það er ekkert sérlega skemmtilegt að koma sér í form, nú tala ég bara fyrir mig sjálfa. Það er svo dásamleg tilfinning að fara úr erfiðum 3 km í góða 10 km. Svo erfiðin eru þess virði, það er fyrir öllu að líða vel í líkama…