Archives

Skúffukaka

Þegar að ég var yngri og mamma var að baka þá stóð ég yfir henni og reyndi að hjálpa til, ég var þó einungis bara að létta henni verkin svo ég myndi nú örugglega fá sleifina sem allra fyrst til þess að sleikja deigið af henni. Mér fannst svo gaman að fylgjast með mömmu minni baka og elda, ég dáðist af henni hvað hún væri nú flínk. Einn daginn skyldi ég sko baka á hverjum degi.  Þá gæti ég líka borðað eins mikið deig og ég vildi! Á meðan að kakan var í ofninum þá danglaði ég mér í eldhúsinu, fylgdist með kökunni lyftast. Það var frekar erfitt að bíða á meðan að kakan kólnaði og kremið gat farið á. En þegar að kakan var…

Kökur er manns gaman.

 Fyrir ári síðan þá var ég beðin um að baka uppáhalds kökuna mína fyrir kökublað Gestgjafans.  Ég bakaði skyrköku sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef birt uppskriftina af henni á blogginu. Það var sannkallaður draumur í dós fyrir kökukerlinguna að fá að vera með í kökublaðinu.  Á þessu ári hef ég verið svo ótrúlega heppin að fá að skrifa fyrir Gestgjafann og í þessu kökublaði þá gerði ég kökuþátt í anda Magnolía. Kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég viðurkenni fúslega að mér líður hvergi betur en þegar ég fæ að dúllast í kökum. Ég er því óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að skrifa fyrir Gestgjafann.  Ég elska að fá tækifæri til þess að gera eitthvað sem…

Snyrtivörur

Ég nota snyrtivörur daglega eins og flestir. Það eru nokkrar snyrti-og hárvörur í snyrtitöskunni minni sem eru að mínu mati mjög góðar. Hér fyrir neðan þá sjáið þið myndir af vörum sem eru í uppáhaldi hjá mér.   1. Foxy Curls frá Bed Head. Ég er með frekar liðað hár og þessi hárfroða hentar því afar vel fyrir mitt hár. 2. Hársprey frá Bed Head 3. Sjampó frá Redken, virkilega gott að mínu mati. Ég er með viðkvæman hársvörð og get alls ekki notað hvaða sjampó sem er. 5. Moroccanoil. Ég var búin að heyra mikið um hana og ákvað að prufa, ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama ef þið eruð t.d. með þurrt hár. Hárið á mér er allt annað eftir að ég…

Ofnbakaður lax með pestó

 Ég er mjög mikið fyrir fisk og borða hann að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.  Fiskur er ótrúlega hollur og svakalega góður. Mér finnst sérlega skemmtilegt að elda fisk, það er hægt að elda hann á svo marga vegu og búa til svo marga góða rétti. En það einfalda er líka ofsalega gott, ég sýð mér stundum ýsu og stappa hana saman við kartöflur og smjör. Það finnst mér afskaplega gott!  Lax er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Soðinn, ofnbakaður, grillaður, grafinn, reyktur eða bara hrár á sushi. En nú er ég farin að tala eins og Stella í Orlofi, næsta færsla verður sumsé um lax í hlaupi og lax í mæjónesu. Já, nú er ég farin að tala um eitthvað allt annað en…

GÆS

Maren systir mín er að fara að gifta sig og því var hún gæsuð um helgina. Dagurinn var ótrúlega skemmtilegur og fékk hún aðeins að finna fyrir því greyið. Að mínu mati stóð hún sig hrikalega vel og að hennar sögn var fátt betra en að fara í morgunflug daginn eftir heim til Noregs. Eitt veit ég að ég myndi ekki lifa slíka flugferð af eftir gæsun. Klapp fyrir Mareni! En ég tók margar myndir af þessum skemmtilega degi og ætla að deila nokkrum með ykkur.   Maren náði að safna nokkrum krónum upp í kjólinn, ýmist með söng og bananasölu.  Smá hressing  Vinkonur Marenar ánægðar með daginn og gæsin ansi hress.   Flottust í KISS búning.   Virkilega skemmtilegur dagur. Elsku Maren er farin aftur til Noregs…

Huggulegheit í vondu veðri

Veðrið er ansi slæmt í dag eins og þið hafið nú eflaust tekið eftir. Ég fór ekki suður í morgun vegna veðurs og er því búin að vera heima við í dag. Kveikt er á mörgum kertum og nú ráða huggulegheit ríkjum. Mér dettur ekki til hug að vesenast eitthvað út úr húsi í dag. Ég fékk til mín góða gesti í smá kaffi áðan. Mikið sem það var nú huggulegt.  Ristað brauð með allskyns áleggi. Ferskir ávextir  Smoothie í kampavínsglasi.  Berjadraumur  Frosin ber Skyr  Superberries safi  Hörfræ Magn eftir smekk. Allt sett í blandara í nokkrar mínútur.  Sannkallaður gleðdrykkur  Það er algjör nauðsyn að fá sér eitthvað smá sætt með kaffinu.  Ég mæli með að þið kveikið á kertum, hitið ykkur heitt súkkulaði og…

Takk fyrir innlitið!

Bless Október og halló Nóvember!  Þúsund þakkir fyrir heimsóknirnar í Október, mikil ósköp er ég heppin með lesendur.  Rúmlega 87.000 heimsóknir í Október. Ég er mjööög ánægð með það og þakka ég ykkur kærlega fyrir að skoða síðuna mína.  Nú þarf ég að koma mér af stað í skólann. Ég vona að þið eigið góðan dag og farið varlega í umferðinni. Þessi hálka er nú sérdeilis ekki skemmtileg.  xxx Eva Laufey Kjaran

Vinningshafinn í gjafaleiknum er…

Alls tóku 272 lesendur þátt í gjafaleiknum hér á blogginu í samstarfi við Íslenzka Pappírsfélagið.  Það er hún Kolbrún Edda Aradóttir sem var dregin út að þessu sinni.  Innilega til hamingju með það Kolbrún Edda, ég vona að þú njótir vel.  Takk fyrir þáttökuna elsku vinir.  xxx                                                     Eva Laufey Kjaran

Veturinn og sumardekk.

Kl .09.00 í morgun þá var ég búin að hella mér upp á gott kaffi og kveikja á nokkrum kertum. Þegar að ég vaknaði þá leit ég út um gluggann og sá að veturinn er formlega kominn. Allt í snjó og leiðindaveður, eins og ég hef sagt áður þá er mér illa við snjóinn og vil helst ekkert að hann komi nema þá um sexleytið á aðfangadag.   Ég sumsé leit út á grasið sem er nú allt hvítt og leit svo á bílinn sem er enn á sumardekkjum.  Þvílík tilviljun að vera á sumardekkjum og snjór úti, skemmtilegt twist sem gleður.  Ég vona að þið eigið góðan dag og á eftir þá ætla ég að draga út heppinn vinningshafa í gjafaleiknum, fylgist endilega með.  xxx…

30.10.12

Komin heim í heiðardalinn! Mikil ósköp sem ég hafði það gott í Noregi hjá systur minni og hennar prinsum. Það hefði verið ansi ánægjulegt að vera lengur en sem betur fer er ekki langt í jólin og þá kemur öll fjölskyldan hingað heim. Mikið sem það verður nú gott.  Við komum systur minni aldeilis á óvart. Á afmælisdaginn hennar sem var á sunnudaginn þá létum við hana hafa pakka og í pakkanum var farmiði til Íslands, þannig að hún kom með okkur heim í dag og verður hér í nokkra daga. Það er nú svakalega gott að hafa hana hér!  Það bíða mín nokkur verkefni svo ég verð að halda áfram áður en að ég fer að sofa þannig ég kveð ykkur í bili en…

1 36 37 38 39 40 80