GÆS

Maren systir mín er að fara að gifta sig og því var hún gæsuð um helgina. Dagurinn var ótrúlega skemmtilegur og fékk hún aðeins að finna fyrir því greyið. Að mínu mati stóð hún sig hrikalega vel og að hennar sögn var fátt betra en að fara í morgunflug daginn eftir heim til Noregs. Eitt veit ég að ég myndi ekki lifa slíka flugferð af eftir gæsun. Klapp fyrir Mareni! En ég tók margar myndir af þessum skemmtilega degi og ætla að deila nokkrum með ykkur. 
 Maren náði að safna nokkrum krónum upp í kjólinn, ýmist með söng og bananasölu.
 Smá hressing 

Vinkonur Marenar ánægðar með daginn og gæsin ansi hress. 
 Flottust í KISS búning. 
 Virkilega skemmtilegur dagur. Elsku Maren er farin aftur til Noregs sem er ansi súrt en hún kemur fljótt aftur og strákarnir með henni líka. Mikið hlakka ég til! 
Nú ætla ég að drífa mig suður, ég kveð ykkur í bili kæru vinir. Ég vona að þið eigið ljúfan dag framundan. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *